miðvikudagur, 4. apríl 2012

Replica-maker

Jæja, ef ég er bara ekki búin að finna loop-hole í þessu innkaupa-bindindi mínu... hvað ef ég föndra mína eigin skartgripi? Ég er jú ekki að kaupa skartgripi per-sé, heldur hráefni í föndur? 
Haldið þið ekki bara að undirrituð hafi föndrað sér svona armband eins og ég póstaði hérna í síðastu færslu?
Ég keypti keðju í Byko á 108 kr, festingu í Föndurlist á 365 kr og hálfan meter af gerfi-rússkinni í Föndurlist á 150 kr – svo armbandið kostaði 623 kr og fékk svo tengur hjá pabba lánaðar til að festa festinguna í keðjuna. Einnig föndraði ég leður-vafningsarmband;

Sko mig!


1 metri af 2mm leður-reim úr Handverkshúsinu á 190 kr, 1,3 m af waxed cotton úr Litir og föndur á 104 kr, 30 cm af glitsteinum á 507 kr og 6 mm ró úr Húsasmiðjunni á 9 kr = 810 kr. (Ég mæli samt með því að kaupa meira en 1 meter af leðurreim, og þá aðeins meira af waxed cotton)
Þetta armband minnir óneitanlega á þetta hér;
Sif Jakobs á 13.900 kr úr Leonard

Ef ykkur langar til að föndra svona armband, þé bendi ég á þetta myndband hér, þar sem öll handtökin eru sýnd. Eftir flakk á milli föndurbúða, þá get ég ótvírætt mælt með þessum verslunum sem ég nefndi, þar er ódýrast að kaupa hráefnin, þessar pródó-týpur reyndust aðeins dýrari í vinnslu þar sem ég verslaði ekki alltaf þar sem hráefnið var ódýrast..
En ef þið ætlið að gera fyrra armabandið, 2 eða fleiri stykki af því, þá mæli ég með því að kaupa festingar í A4, þar sem það fást 4 festingar saman í pakka á rúmar 400 kr. Munið svo bara að mæla á ykkur úlnliðinn, og ef þið gerið armband nr. 1 að gera ráð fyrir 1-2 cm í viðbót af Byko-keðjunni þar sem hún krumpast smá þegar maður þræðið bandið í gegnum hana og verður styttri heldur en hún er óþrædd.
Gangi ykkur vel í föndrinu,

Kv.
E

Engin ummæli:

Skrifa ummæli