laugardagur, 7. apríl 2012

Það er til lækning við öllu

Nýjasta áhugamálið mun vera meikup og naglalakk.. var einmitt stödd í apóteki um daginn, að bíða eftir að lyfseðill kæmi í gegn fyrir einhverju smyrsli sem ég átti að setja í hársvörðinn, þar sem fæðingabletturinn var áður.. Á meðan ég er að bíða eftir að seðillinn komi í gegn, fer ég að skoða hitt og þetta í apótekinuu. Þefa af nokkrum ilmvötnum og skoða naglalökk... sá ég þar þrjú lökk í setti frá Alessandro, með svona cracked effect. Velti þessu mikið fyrir mér í apótekinu hvort ég ætti að kaupa mér svona eða ekki.. Fannst þetta svolítið dýrt, hvort þetta kostaði rúmar 3.000 kr fyrir 3 litlar dollur.. eitthvað skoðaði ég líka ódýrari týpu, ákvað svo að geyma þetta aðeins. Það var svo ekki fyrr en nokkrum vikum seinna er ég mundi, já alveg rétt, mig langaði í eitthvað naglalakk, og spurði svo sjálfa mig; ,,hvernig var það aftur"? Og ég mundi ómögulega hvernig það var á litinn, man að það var svartur shutter.. en hvað meira var mér algjörlega fyrirmunað að muna! Þá getur ekki verið að mér hafi mikið langað í þetta fyrst ég var búin að gleyma þessu!

Alessandro naglalakka-settið sem mig langaði í  


Good work,
E

Ps. núna er ég samt að velta fyrir mér hvort appelsínugult naglalakk verði málið í sumar.. langar mig í appelsínugult naglalakk?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli