miðvikudagur, 18. apríl 2012

It's getting to me

Ég held að ég sé farin að súpa seyðið af þessu fata-innkaupabanni... þetta er officially orðið leiðinlegt og farið að bitna á skapinu á mér! Síðustu tvo daga hef ég verið í einstaklega miklu óstuði (þrátt fyrir hækkandi sól og hitastig). Er ég því farin að velta fyrir mér hvort hamingjan sé fólgin í því að kaupa sér skó og föt? Ég man allavega eftir innkaupapoka úr verslun á Strikinu í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum sem á stóð; "Those who say you can't buy happiness - they don't know where to shop". Hvað er eiginlega búin að koma mér í? Eins árs óhamingju-tímabil?
Ef skókaup eiga að gera mann hamingjusaman, mikið hef ég þá verið óhamingjusöm í gegnum tíðina, nógu mikið á ég allavega af skónum! Á móti kemur að ég borða ekki svo mikið af súkkulaði eða ís, ætli skópör séu ekki mitt súkkulaði? - Ja þegar ég ældi næstum því páskaegginu mínu (sem ég by the way rétt smakkaði) þá held ég að sé orðin off súkkulaði og kaupi aldrei páskaegg aftur, ég æli allavega aldrei af skóm ;)


Kv.
E

Engin ummæli:

Skrifa ummæli