fimmtudagur, 5. apríl 2012

Meðmæli mánaðarins; Apríl

Í bíó; þennan mánuðinn get ég mælt með tveimur frábærum myndum; "Carnage" eftir Roman Polanski og "The Hunger games" - mjög ólíkar myndir en mæli hiklaust með þeim báðum!
Bókin; Lýtalaus eftir Tobbu Marinós, algjört chick-lit... en ég spændi í gegnum bókina á 4 dögum sem verður að teljast met!
Díllinn; Skómarkaðurinn á Smáratorgi, úff hvað það er erfitt að vera í skóbanni - en þarna er hægt að gera glimrandi góð kaup á sig, manninn og barnið. Lindex er annað dæmi um kostakaup.. vá hvað sumt þarna inni er hræódýrt, svo ódýrt að það borgar sig næstum að kaupa það - þó að hlutirnir séu single-use.
Ilmur; nú ef það þarf að fríska uppá eiginmanninn - þá er hægt að kaupa ljómandi góða herra-ilmi í Zara á 1.990 kr glasið. Geri aðrir betur!
Tískusíðan; Fab Sugar UK
Maturinn; kjúklingavefja á Prikinu



Trendy kveðjur,
E

1 ummæli:

  1. Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

    SvaraEyða