mánudagur, 30. apríl 2012

Jewlery layering - finally

Hef ætlað að skrifa þessa færslu forever, og aldrei komið mér í það, en hvað finnst ykkur um lagskipta skartgripi? Það er að vera með mörg armbönd á sömu hendinni, eða mörg hálsmen um hásinn.

Stjörnurnar í Hollywood eru soldið í þessu:

Lagskiptar hálsfestar - mynd fengin að láni frá London Rose

Hérna er svo how to myndband um hvernig maður eigi að gera þetta;

Layered jewlery eftir Mr. Kate

Hvað finnst ykkur, á maður að skella á sig nokkrum hálsfestum næst eða nokkrum armböndum? Persónulega finnst mér þetta koma soldið flott út, þó að mér finnist Mr. Kate aðeins overdo it!

Luv,
E

þriðjudagur, 24. apríl 2012

Wake up for makeup

Það er þetta með makeup-námskeiðið sem ég ætlaði alltaf að fara á, langar alveg afskaplega að fara á eitt svoleiðis. Verst að ég get eiginlega gert upp við mig hvort ég eigi að fara á námskeið sem ég borga fyrir kennslu, og að kennslu lokinni get ég valið mér vörur úr búðinni að andvirði námskeiðsins, eða hvort ég eigi að fá kennslu á dótið sem ég á.  Finnst eiginlega bara bæði betra, eins og var sagt í Cherrios-auglýsingunni forðum daga!

Svo er ég með craving í augnskuggabox í dag, finnst bara óforskammanlegt að box sem kostar rúmar 4.300 kr í   USA kosti 11.550 ISK í vefverslun á Íslandi. Það sem er svo mesta snilldin við þetta box, er að það fylgir með því akkúrat svona bursti sem mig langar svo í, og taupe liturinn sem mig vantar. Hvenær ég myndi svo nenna að vakna einum klukkutíma fyrr á morgnana, já eða kvöldin - til að mála mig um augun.. veit ekki.. En ég má telja mér trú um það, er það ekki?

Litapalletta frá Sigma og fæst hér

Ja kannski ég fái mér svona næst þegar ég fer til USA, United States of All ;) Því eins og allir vita, þá fæst jú allt í Ameríkunni. Það er meira að segja til annað eintak af mér í Ameríkunni, íransk-ættað glæsikvendi, alveg eins og ég! Eða svo var mér að minnsta kosti sagt hérna um árið.

Stay gorgeous,
E

sunnudagur, 22. apríl 2012

Things I don't get

Ég skil t.d. ekki hvernig fyrrverandi/núverandi módelið Alexa Chung getur verið icon í tískuheiminum, en hérna er hægt að sjá nokkrar myndir af dömunni, og hérna;

 Alexa hversdags og á rauða dreglinum

Svo við fínni tilefni

Ég skil hins vegar af hverju Victoria Beckham sé idol í tískuheiminum, enda er hún ALDREI illa til höfð, og sést aldrei í líkamsræktarfatnaði eða strigaskóm... mér finnst það nú persónulega full langt gengið.. en það er önnur saga!

Victoria í hversdagsfatnaði 

Við fínni tilefni - gætu verið gamlar myndir samt 

Svo gaman að henni V - sjáið þið stærðina á töskunni? 

Spurning hvort ég ætti að fara í gegnum fataskápinn og athuga hvort ég geti "stolið stílnum" hjá þeim? Gæti bókað gert það með Victoriu - ekki svo viss með Alexu. I'll keep you posted.

E. Beckham

föstudagur, 20. apríl 2012

Sweet smell of summer

Nú þar sem það er komið sumar er alveg við hæfi að gramsa í fataskápnum og finna sumarflíkurnar. Sömuleiðis er hægt að taka til í snyrtiskápnum og finna sumarilminn og litaða dagkremið!

Ef ég væri ekki í ilmvatnsbanni þá myndi ég fá mér annan hvoran þessara ilma frá Versace;

Vanitas


Versense


Ég teygi mig hinsvegar inní skáp og næ í sumarilminn minn sem er búinn að vera í vetrarfríi:

Emerald dream

Einnig finnst mér kjóllinn hennar Fergie garga Versace á mig - veit samt ekki hvaða merki hann er, en sumarlegur er hann;

Fergalicious?

Sumarkveðjur,
E

miðvikudagur, 18. apríl 2012

It's getting to me

Ég held að ég sé farin að súpa seyðið af þessu fata-innkaupabanni... þetta er officially orðið leiðinlegt og farið að bitna á skapinu á mér! Síðustu tvo daga hef ég verið í einstaklega miklu óstuði (þrátt fyrir hækkandi sól og hitastig). Er ég því farin að velta fyrir mér hvort hamingjan sé fólgin í því að kaupa sér skó og föt? Ég man allavega eftir innkaupapoka úr verslun á Strikinu í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum sem á stóð; "Those who say you can't buy happiness - they don't know where to shop". Hvað er eiginlega búin að koma mér í? Eins árs óhamingju-tímabil?
Ef skókaup eiga að gera mann hamingjusaman, mikið hef ég þá verið óhamingjusöm í gegnum tíðina, nógu mikið á ég allavega af skónum! Á móti kemur að ég borða ekki svo mikið af súkkulaði eða ís, ætli skópör séu ekki mitt súkkulaði? - Ja þegar ég ældi næstum því páskaegginu mínu (sem ég by the way rétt smakkaði) þá held ég að sé orðin off súkkulaði og kaupi aldrei páskaegg aftur, ég æli allavega aldrei af skóm ;)


Kv.
E

föstudagur, 13. apríl 2012

Eurovision news

Jæja kominn tími á Eurovision-póst,
ég fór á hálfgerða Eurovision-upphitiun í gær, þegar mér var boðið á upptöku á "Alla leið" Eurovision-þáttunum á Rúv! Það var ekkert smá gaman, ég var sem sagt viðstödd yfirferð á þáttunum sem fara yfir lög úr seinni riðlinum... þetta var alveg eins og vítamín-sprauta fyrir mig og algjörlega búið að koma mér í Eurovision state of mind! 
Ég fór nánast beint heim eftir upptökur í gær að hlusta á þau lög sem var ekki farið yfir.. Þetta ár verður frábært I tell you, allskonar lög sem taka þátt, nokkur djók-lög, hip-hop, wannabe-megadívur og gamlir keppendur sem snúa til baka. Frábær uppskrift að góðu fjöri! 
Ég er allavega strax komin með nokkur uppáhalds-lög, og nokkur sem ég þoli ekki... 
Uppáhalds, uppáhalds er frá Moldóvu;

Pasha Parfeny - Lautar

Önnur lög sem ég held svolítið uppá eru m.a. spænska lagið, norska lagið, serbneska lagið og rúmenska lagið. Svo eru nokkur lög sem eru svo slæm að þau verða í alvörunni góð, ætla að geyma þau til betri tíma ;) Tæmandi lista með þáttakendum er svo að finna hér.

Svartar og hvítar kveður á þessum föstudegi,
Elena Black

fimmtudagur, 12. apríl 2012

My biggest love in life; shoes?

Ég á soldið mikið af skóm, ég gerði meira að segja smá inventory af þeim um daginn... shoking results!


Mínir eru þó ekki geymdir úti á palli


Hérna má svo sjá bráðskemmtilegt skó-myndband sem Urbanog.com gerði:

Sannkölluð skó-list

Shoes and out,
E

miðvikudagur, 11. apríl 2012

The perfect coat


Held ég sé búin að finna hina fullkomnu kápu, hef alltaf haldið mig við jakka, þar sem ég hef ekki fundið kápu í hinni fullkomnu sídd og hinu fullkomna sniði, en núna held ég að hún sé fundin;

Hún er frá Burberry og kostar 110.000 ISK

Ekki seinna vænna en að pósta síðustu vetrarflíkinni, þar sem vorið er alveg að koma. 

Vor kveðjur,
Elín

þriðjudagur, 10. apríl 2012

Book-addicted

Ég held að ég sé smátt og smátt að breytast í bókaorm.. mér fannst alltaf gaman að lesa bækur sem krakki og las töluvert af bókum. Man líka eftir lestrar-keppnum frá því ég var í grunnskóla, þá átti maður að skrifa niður allar bækurnar sem maður las á einhverju ákveðnu tímabili og blaðsíðufjölda hverrar bókar. Rámar nú eitthvað í að maður hafi verið að "svindla" svolítið í þessum keppnum með því að velja bækur með mikið af myndum, eða stórum texta eða miklu línubili. Þeir dagar eru svo sannarlega liðnir, núna geri ég ólíkar kröfur til bókanna sem ég les... þó þær geti verið mjög ólíkar. Er búin að gera smá skurk í lestri heimsbókmennta og klassískum bókmenntum, er ekki dottin í íslenskar bókmenntir og hef ekki lesið bók eftir íslenskan höfund í háa herrans tíð (ja fyrir utan Tobbu Marinós - en er hún í alvörunni rithöfundur?). Hef ég auk þess haldið nokkurveginn bókhald yfir hvaða bækur ég er búin að lesa og hvenær, allar þær bækur sem ég hef verið að lesa hafa nú ekki notið náð fyrir þessum lista, en kannski ég ætti bara að skrá allar þær bækur sem ég les, ekki bara þær "menningarlegu". Bókaáráttan er komin á það hátt stig í dag að ég get ekki beðið eftir að komast heim til mín að halda áfram að lesa. Er auk þess búin að finna ljómandi góðan bókaflokk (ætli ég setji hann ekki inní meðmæli maí-mánaðar, þegar ég er búin að lesa fleiri bækur úr flokknum og hvort hann sé þess virði). Þetta er nánast að breytast í áráttuhegðun, hugsa stanslaust um hvaða bók mig langi til að lesa næst, nóta niður nafn á höfundum og bókum við ólíklegustu sem og líklegustu tilefni, prenta út lista og svo framvegis - reyni svo að færa allt yfir í glósu-bók til minnis. To-do bókalistinn er núna orðinn svo langur að ég er farin að hallast að því að með þessu áframhaldi eigi þetta eftir að endast mér fyrir lífstíð. Ég held ég komist þó seint með tærnar þar sem bloggarinn Magnús Þór er með hælana, en hann las yfir 80 bækur í fyrra!

Það sem bíður mín á náttborðinu er svo m.a. Þjófaborg og Góði dátinn Svejk (ætla nú að hlusta á hana á hljóðbók þar sem pabbi á hana á cd). Þarf virkilega að nýta það bókaform betur - fátt betra en að liggja uppí rúmi og láta annan lesa fyrir sig! Tekur aðeins lengri tíma samt, maður er aðeins lengur að lesa upphátt heldur en í huganum. Í dag er ég að lesa bókina; Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum eftir John Le Carré, textinn er svolítið þunglamalegur, enda bók sem var gefin út fyrst árið 1963, engu að síður gaman að ögra sér svolítið og lesa bækur af annari málvenju en maður er vanur.

Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum - fæst á bókasafni nálægt þér


Minni svo dygga lesendur á það að bókasafnsdagurinn er 17.apríl - endilega skella sér á bókasafnið þann daginn og næla sér í góða bók! Kannski einhverja af þessum 100 bestu skáldsögum allra tíma, valdar af Time tímaritinu? Eða bók eftir Nóbels-verðlaunahafa? Jæja fleiri listar að prenta!

Good reading,
E

mánudagur, 9. apríl 2012

Meiri dýrindi

Varð að setja inn aðra mynd af föndrinu mínu, fyrri myndin gerði þessu kannski ekki alveg nógu góð skil;


Annars var ég að fletta frönsku tísku-blaði í vinnunni um daginn, og á opnu 2, random inni í miðju blaðinu sé ég þetta armband hérna;

Armband frá Chloé - á 42.000 ISK og fæst hér

Annars virðist ekki vera þverfótað fyrir þessum fléttuðu armböndum á síðum internetsins þessa dagana, en hérna er annað í svipuðum dúr;


Þetta er frá Kurt Geiger á temmilegra verði eða 3.960 ISK - fæst hér

Nú er ekkert til fyrirstöðu, bara byrja að föndra í gær ;)

Luv,
E

sunnudagur, 8. apríl 2012

Confessions of a shopaholic

Kominn 8. apríl og ég er ekki búin að standa við gefin loforð...
Ég er ekki búin að labba í vinnuna amsk 1 sinni í viku og ekki búin að fara í ræktina 1 sinni í fríviku! Ég stóð mig alveg 100% í janúar, og gott betur, labbaði oftar en einu sinni í viku í vinnuna, í snjó og ómögulegu veðri.. og fór í ræktina, svo kom febrúar með rigningunni, afmæli og helgarferð til Akureyrar - sem náði að slá alla rútínu útaf laginu. Afsökunin í mars var svo fæðingablettataka, og bann við líkamsrækt, auk almenns tímaskorts og gaf mér því ekki tíma í að ganga í vinnuna.
Núna þarf ég að rífa mig upp og koma mér í Chalga-gott form fyrir sumarið - verð að looka í Nauthólsvíkinni í sumar!

Ísát er alveg ljómandi leið til að koma sér í chalga-form

Núna er bara að skella Andreu á fóninn, og drífa sig í gymmið..
..á fimmtudaginn ;)

Annars er ég að hugsa um að gera skurk í vítamín töku, er búin að vera eitthvað svo þreytt og tuskuleg síðastliðna daga, svo það er vítamín-diet framundan; múltivítamín, kalk, magnesíum, lýsi, járn og allt sem ég á til bara! Sjáum hvort eyjólfur hressist ekki!

Hugs,
E

laugardagur, 7. apríl 2012

Það er til lækning við öllu

Nýjasta áhugamálið mun vera meikup og naglalakk.. var einmitt stödd í apóteki um daginn, að bíða eftir að lyfseðill kæmi í gegn fyrir einhverju smyrsli sem ég átti að setja í hársvörðinn, þar sem fæðingabletturinn var áður.. Á meðan ég er að bíða eftir að seðillinn komi í gegn, fer ég að skoða hitt og þetta í apótekinuu. Þefa af nokkrum ilmvötnum og skoða naglalökk... sá ég þar þrjú lökk í setti frá Alessandro, með svona cracked effect. Velti þessu mikið fyrir mér í apótekinu hvort ég ætti að kaupa mér svona eða ekki.. Fannst þetta svolítið dýrt, hvort þetta kostaði rúmar 3.000 kr fyrir 3 litlar dollur.. eitthvað skoðaði ég líka ódýrari týpu, ákvað svo að geyma þetta aðeins. Það var svo ekki fyrr en nokkrum vikum seinna er ég mundi, já alveg rétt, mig langaði í eitthvað naglalakk, og spurði svo sjálfa mig; ,,hvernig var það aftur"? Og ég mundi ómögulega hvernig það var á litinn, man að það var svartur shutter.. en hvað meira var mér algjörlega fyrirmunað að muna! Þá getur ekki verið að mér hafi mikið langað í þetta fyrst ég var búin að gleyma þessu!

Alessandro naglalakka-settið sem mig langaði í  


Good work,
E

Ps. núna er ég samt að velta fyrir mér hvort appelsínugult naglalakk verði málið í sumar.. langar mig í appelsínugult naglalakk?

fimmtudagur, 5. apríl 2012

Meðmæli mánaðarins; Apríl

Í bíó; þennan mánuðinn get ég mælt með tveimur frábærum myndum; "Carnage" eftir Roman Polanski og "The Hunger games" - mjög ólíkar myndir en mæli hiklaust með þeim báðum!
Bókin; Lýtalaus eftir Tobbu Marinós, algjört chick-lit... en ég spændi í gegnum bókina á 4 dögum sem verður að teljast met!
Díllinn; Skómarkaðurinn á Smáratorgi, úff hvað það er erfitt að vera í skóbanni - en þarna er hægt að gera glimrandi góð kaup á sig, manninn og barnið. Lindex er annað dæmi um kostakaup.. vá hvað sumt þarna inni er hræódýrt, svo ódýrt að það borgar sig næstum að kaupa það - þó að hlutirnir séu single-use.
Ilmur; nú ef það þarf að fríska uppá eiginmanninn - þá er hægt að kaupa ljómandi góða herra-ilmi í Zara á 1.990 kr glasið. Geri aðrir betur!
Tískusíðan; Fab Sugar UK
Maturinn; kjúklingavefja á Prikinu



Trendy kveðjur,
E

miðvikudagur, 4. apríl 2012

Replica-maker

Jæja, ef ég er bara ekki búin að finna loop-hole í þessu innkaupa-bindindi mínu... hvað ef ég föndra mína eigin skartgripi? Ég er jú ekki að kaupa skartgripi per-sé, heldur hráefni í föndur? 
Haldið þið ekki bara að undirrituð hafi föndrað sér svona armband eins og ég póstaði hérna í síðastu færslu?
Ég keypti keðju í Byko á 108 kr, festingu í Föndurlist á 365 kr og hálfan meter af gerfi-rússkinni í Föndurlist á 150 kr – svo armbandið kostaði 623 kr og fékk svo tengur hjá pabba lánaðar til að festa festinguna í keðjuna. Einnig föndraði ég leður-vafningsarmband;

Sko mig!


1 metri af 2mm leður-reim úr Handverkshúsinu á 190 kr, 1,3 m af waxed cotton úr Litir og föndur á 104 kr, 30 cm af glitsteinum á 507 kr og 6 mm ró úr Húsasmiðjunni á 9 kr = 810 kr. (Ég mæli samt með því að kaupa meira en 1 meter af leðurreim, og þá aðeins meira af waxed cotton)
Þetta armband minnir óneitanlega á þetta hér;
Sif Jakobs á 13.900 kr úr Leonard

Ef ykkur langar til að föndra svona armband, þé bendi ég á þetta myndband hér, þar sem öll handtökin eru sýnd. Eftir flakk á milli föndurbúða, þá get ég ótvírætt mælt með þessum verslunum sem ég nefndi, þar er ódýrast að kaupa hráefnin, þessar pródó-týpur reyndust aðeins dýrari í vinnslu þar sem ég verslaði ekki alltaf þar sem hráefnið var ódýrast..
En ef þið ætlið að gera fyrra armabandið, 2 eða fleiri stykki af því, þá mæli ég með því að kaupa festingar í A4, þar sem það fást 4 festingar saman í pakka á rúmar 400 kr. Munið svo bara að mæla á ykkur úlnliðinn, og ef þið gerið armband nr. 1 að gera ráð fyrir 1-2 cm í viðbót af Byko-keðjunni þar sem hún krumpast smá þegar maður þræðið bandið í gegnum hana og verður styttri heldur en hún er óþrædd.
Gangi ykkur vel í föndrinu,

Kv.
E

sunnudagur, 1. apríl 2012

Aldrei henda neinu, aldrei selja neitt!

Kom þá að því að ég skyldi fara að sjá eftir einhverju sem ég seldi í Koló hérna um árið. Eins og ég hef skrifað um áður, eru armbönd skartgripa-æðið þetta árið. Í fyrra voru það hringir og núna eru það armbönd. Auðvitað sé ég núna eftir einu armbandi sem ég keypti í USA þegar ég var c.a. 14 ára, en það var nánast alveg eins og þetta armband hér;


Þetta armband er svo samskonar, aðeins poppaðara;

Lauren Elan armband á 12.900 ISK úr AndreA Boutique

Að sjálfsögðu er ég að sjá svona armbönd ALLS staðar þessa dagana.. hversu týpískt er það? En mér finnst armbandið frá Lauren Elan algjört highway robbery; 12.900 ISK fyrir keðju sem ég gæti fengið á 500 ISK í BYKO, neonband, festingu og plast-stein. Ég fer alvarlega að hugsa um það að föndra mér skartgripi - I'll keep you posted.

Luv,
E