Gleðilegt nýtt ár og velkomin á nýja bloggið mitt ;)
Ætli það sé ekki best að útskýra hugmyndina að áramóta-heitinu fyrir árið 2012. Mér hlýtur að hafa hreinlega ofboðið eftir verslunarferð haustið 2011 til USA - ekki það að ég hafi keypt svo mikið í umræddri ferð, öllu heldur að þegar ég kom heim - þá kom ég ekki fötunum mínum fyrir í fataskápnum mínum! Hann er bókstaflega sprunginn af fötum, og samt hef ég heila íbúð og 2 fataskápa og einn skóskáp til umráða. Er samt búin að selja skó sem ég var hætt að nota (já eða notaði aldrei), og gefa eitthvað af fötum í rauða krossinn.
Á þessum tímapunkti ákvað ég að nú væri komið gott, og ég ætti alveg nóg af fötum; hversdags, spari, til íþróttaiðkunar og allskonar skóm við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Það að ég komi ekki meiru fyrir í skápunum hjá mér er alveg klárlega merki um að núna sé komið gott, og ætti ekki nokkur manneskja að þurfa að eiga fjórtán pör af gallabuxum og þrettán belti.
Þá eru það reglurnar;
1. Ekki kaupa föt í heilt ár.
- Skilgreining á fatnaði er eftirfarandi; skór, yfirhafnir, buxur, bolir, kjólar, peysur, skyrtur, pils, leggings, slæður, treflar, húfur og vettlingar.
2. Ekki kaupa skartgripi (og þá eru úr included).
3. Ekki kaupa handtöskur/veski .
Undantekningar frá reglum;
A. Nærföt, sokkar og sokkabuxur eru ekki á bannlista.
B. Reglur 1, 2 og 3 falla úr gildi ef ég fer til útlanda (innan skynsamlegra marka).
C. Ef eitthver hlutur sem er algjörlega "irreplacable" og ég þarf að nota; eyðileggst (t.d. gönguskór, gúmmístígvél, föðurland eða annar fatnaður sem er 100% ómissandi) þá má ég kaupa nýjan.
D. Ég má láta gera við hluti sem eru bilaðir, þrengja og laga snið.
E. Undantekning á reglu 1, 2 og 3; ef ég sé einhvern hlut sem mig er búið að langa í lengi, ef um er að ræða díl sem er of gott að sleppa eða þetta er hlutur sem er svo lýsandi fyrir minn karakter að ég hreinlega get ekki lifað án fatnaðarins. Ég má eyða MAX 40 þúsundum ISK í föt innanlands við þessar neyðar-aðstæður, og má einungis nota þetta úrræði í raunverulegri neyð.
Verðlaun;
Að sjálfsöðgu er einhver gullpottur við endann á regnboganum - og ætla ég að nota peninginn sem hefði annars farið í föt til að innrétta svefnherbergið mitt, það verður gert á síðasta ársfjórðungi 2012. Veit samt ekki hver budgetinn hérna verður - kannski ég skoði visa-yfirlit sl. árs og geri gróft mat á hversu mikinn pening ég er að spara.
Ég mun svo að sjálfsöðu pósta hérna inn færslum hvernig gengur í retail-rehab hjá mér, auk þess sem ég pósta færslum um önnur og óskyld efni.
Bestu kveðjur,
Fata - alkinn Elín