mánudagur, 12. mars 2012

Written in the stars

Ég er ekki frá því að ég sé forlagatrúar, trúi því að sumum hlutum sé ætlað að gerast - og hef þar af leiðandi oft mjög gaman að því að lesa stjörnuspána mína.
Ég er vatnsberi og hérna koma nokkrar vel valdar stjörnuspár af mbl.is sem birst hafa síðastliðnar vikur;

Vatnsberinn hefur næga orku og hefur fullan hug á því að bæta skipulag sitt, bæði heima fyrir og í vinnunni. Fjölbreytni er hressadi.

Sköpun skiptir heilastarfsemi þína miklu máli. Notaðu eigin dómgreind og fylgdu hjarta þínu er taka þarf ákvörðun. Það getur komið sér vel að eiga trúnaðarvin.

Einbeittu þér að þeim verkefnum, þem þú þegar hefur og láttu ógert að skima eftir fleirum á meðan þau endast. Ræktaðu sambönd við vini þína.

Gefðu voninni byr undir báða vængi og láttu ekkert aftra þér frá því að láta draum þinn rætast. Já, það er tekið eftir þér.

Atburðarásin mun taka öll völd úr höndum þér ef þú stingur ekki við fótum og nærð stjórn á hlutunum. Stattu fast á þínu.

Þar að auki fann ég þessa bráðskemmtilegu lýsingu á vatnsberanum, ég er ekki frá því að þetta eigi allt saman við mig.

kv.
stjörnufræðingurinn

Engin ummæli:

Skrifa ummæli