En er það virkilega frumskilyrði að versla til að geta notið lífsins? Einhver er áráttan hjá manninum til að eignast nýja hluti.. enda heyrir maður oft um orðatilæki eins og; "out with the old and in with the new". Ef maður fylgir tískunni útí ystu æsar þyrfti maður að losa sig við um 30% af fataskápnum á hverjum ársfjórðungi, haust-flíkur fyrir vetrar-flíkur, vetrar-flíkur fyrir vor-flíkur og svo framvegis. Nýjar lita-palletur eru svo kynntar hvert season, efnisþykkt breytist og svo framvegis.. besta trixið við því er að kaupa klassískar flíkur, og poppa þær svo upp með einum til tvemur hlutum úr nýjasta tísku-trendi, hvort sem það eru litir eða look sem er nýjasta trendið. Þannig getur maður byggt upp ágætan fataskáp sem þarfnast lítilla breytinga, nema ef maður fer upp eða niður um fatastærð! Ætli það sé ekki einmitt málið með mig, að ég hef ekki færst til um fatastærð sl. 10 ár eða svo, og þess vegna er fataskápurinn minn svona troðinn? Án djóks þá á ég ennþá gallabuxur sem ég keypti mér árið 2002.. ég get ekki sagt að ég noti þær, enda löngu dottnar úr tísku - en ég passa ennþá í þær og get ekki fengið mig í það að losa mig við þær! Ég er auk þess heldur ekki gjörn á að henda flíkum (eins og síðasta setning sannar), eða gefa.. þarf nú reyndar að losa mig við eina ferðatösku fulla af fötum sem ég nota ekki lengur/hef aldrei notað.. out with the old... nema hvað núna ætla ég að; use the other old..
Þetta kaupa-bindindi er samt farið að reyna á, er alltaf að sjá fólk í fötum eða með fylgihluti sem ég gæti hugsað mér að eiga, nýjasta nýtt sem ég sá (fyrri c.a. 5 mínútum) sem mig langar í er snake-skin clutch, eitthvað í ætt við þessa hér:
R&Y Augousti python clutch - sem kostar litlar 56.000 ISK
Langar núna í fyrsta skipti í litlar töskur og lítil veski.. á eitt blátt inní skáp sem ég hef aldrei notað - svo nú verð ég að hætta að hafa "farangur" með mér allt sem ég fer, kjósa minimalismann og töskuna bláu :)
Elín on a Recycle Remedy
Engin ummæli:
Skrifa ummæli