fimmtudagur, 8. mars 2012

Reykjavík City Living

Mig dreymir alltaf rómantíska dagdrauma um mig í Reykjavík, og sú staðreynd að ég búi í Reykjavík gæti nú bara verið hreint aldeilis frábær upplifun! Ég geti gengið niður Laugaveginn, dinglað mér í búðum, stoppað á gamalgrónum kaffihúsum, lesið tímarit og orðið ástfangin af Reykjavík. Nógu marga útlendinga hitti ég allavega sem halda ekki vatni yfir Reykjavík, fólk sem býr í öðrum heimsálfum og dreymir dag og nótt um Reykjavík. Sumir eiga þann draum heitastan að flytja hingað, og sumir framkvæma þann draum. Ótrúlegt segi ég nú bara, og ég sem kem mér ekki í það að hefja þetta rómantíska samband mitt við Reykjavíkurborg. 
Ef ég hefði svona útsýni held ég að ég væri yfir mig ástfangin af Reykjavík og búsetu minni í borginni;

Útsýni yfir Hallgrímskirkju

Sumarið verður tíminn, I tell you, eða allavega í vor... ég sé mig ekki í anda strolla niður Laugaveginn í góðri stemmingu á degi sem þessum.. Annars óska ég eftir sjálfboðaliðum sem vilja verða ástfangnir af Reykjavík með mér í vor... gott company er alltaf vel þegið ;)

Ps. annars komst ég að því um daginn - sjálfri mér til mikillar undrunar - að mig langar ekkert til að flytja til útlanda, eins og það var mín æðsta ósk fyrir 2 árum, þá talaði ég mikið um Svíþjóð og Canada... Ætli ég taki þetta ekki til marks um það hversu sátt ég er við lífið í dag? Ég held það bara ;)

Bestu kveðjur úr heimaborg minni Reykjavík,
Elín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli