Fann þessa rosalega krúttlegu búð á netinu í nótt; Shop the trend boutique. Þar eru allskyns vörur, föt og skartgripir.. og það sem gefur þessari búð skemmtilegt twist - er að þarna eru myndir af frægu fólki sem hefur verið myndað í flíkunum sem eru til sölu eða með skartgripina.
Þarna komst ég meðal annars að því að Kim Kardashian á sína eigin skartgripalínu - takk fyrir.. svo núna er hún er með fatalínu hjá Sears, skólínu hjá Shoedazzle og núna skartgripalínuna sína Belle Noel.
Svo ef þið viljið líkjast glamúr-gellunni henni Kim þá vitið þið hvert þið getið snúið ykkur fyrir inspiration.
Það sést á línunni hennar Kim; Belle Noel að óskabeins-tískan hefur ekki runnið sitt skeið.. en smekkpían hún Jennifer Aniston bar eitt slíkt hálsmen í bíómyndinni; The break-up árið 2006.
Hafið það gott kæru vinir á þessum mánudagsmorgni í mars.
Elín
Engin ummæli:
Skrifa ummæli