miðvikudagur, 7. mars 2012

Meðmæli mánaðarins; Mars

Leikritið; Eldhaf í Borgarleikhúsinu. Sýningum lýkur 18. mars.
Bíómyndin; Before the rain, frá 1994 - ég fékk hana á VHS á borgarbókasafni Kringlunni - frábær mynd.
Maturinn; Grillmarkaðurinn og Forréttabarinn.

Þema kvikmyndarinnar og leikritsins er stríð og harmleikur einstaklinga sem búa í  stríðshrjáðum löndum. Mjög áhugavert efni hérna á ferðinni, og um leið sorglegt og vekur mann til umhugsunnar hversu ótrúlega heppinn maður er að búa á Íslandi. Það þarf nú að minna mann á það með reglulegu millibili!
Maturinn; get ómögulega gert uppá milli þessara tveggja staða, jú kannski Grillmarkaðurinn - hann er hreinlega geðveikur.. Forréttabarinn er líka frábær og ef maður veit ekki hvað manni langar í getur maður fengið sér litla skammta af mörgu!

Rade Serbedzija í "Before the rain" - mynd fengin af imdb.com ps. myndin er í lit

Njótið vel,
Elín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli