Þar sem ég var andvaka í dag ákvað ég að drífa mig útúr húsi, svona til tilbreytingar... það getur verið voðalega leiðigjarnt að gera ekkert í heila viku annað heldur en að: sofa, vinna og hangsa heima hjá sér... en þetta fylgir því að vera á næturvöktum. Líður stundum eins og ég sé með lífið on hold í viku, og geti ekki hugsað eða pælt í neinu sem þarf að ganga frá fyrr en vinnu-törninni lýkur..
Já ég dreif mig s.s. útúr húsi í dag og kíkti í Smáralindina í rúman klukkutíma áður en ég fór aftur heim að sofa... og mátaði appelsínugulu buxurnar, jesús þvílíkt katastrofí.... ég vill meina að ég sé með sætan rass sem sé sætur í nánast ÖLLU, en hann varð ljótur I tell you í appelsínugulu buxunum hennar Gwyneth Paltrow. Þvílík vonbrigði I tell you.. það var rassvasaleysið sem sem orsakaði þennan hrylling...
Það má þó segja að mér hafi verði bjargað fyrir horn.. kíkti svo aðeins í Zara, þar voru einar dökk-appelsínugular gallabuxur, í ætt við mandarínu-appelsínugulan.. þær litu mun betur út - en ekki nógu vel til að ég myndi falla fyrir þeim - og fór ég því tómhent heim úr Smáralindinni þennan daginn :)
Stay focused,
EB
Ps. ætli rassinn á mér sé nokkuð orðinn ljótur af fjarvistum úr ræktinni, sökum vinnu-tarna og fæðingabletta-töku?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli