fimmtudagur, 22. mars 2012

Meðvirkur miðvikudagur

Stundum þarf voðalega lítið til að ég komist í meðvirknisgírinn, eða breytist í Ivan í Listaverkinu, sem var sammála öllum sem töluðu við hann (sama hversu ósammála viðmælendur hans voru innbyrðis).
Lítið fór fyrir fríinu þessa frívikuna, og þegar ég sá stjörnuspána á mbl einn sl. daga sem hljómaði svona; ,,Þú færð alltof lítinn tíma til að sinna verkum þínum. Brynjaðu þig gegn utanaðkomandi áhrifum og taktu málin í þínar hendur." Þá gat ég ekki verið meira sammála, finnst ég svo sannarlega hafa hlaupið á milli verkefna, og verkefnin spunnist hvert utan um annað, svo varla sást framúr þeim - verst að ég virðist ekki hafa tekið málin í mínar hendur samt. Þegar ég svo loksins settist niður í dag og gat hendi um frjálst höfuð strokið áttaði ég mig á því að ég væri búin að missa af þýskri kvikmyndahátíð - og kem til með að missa af pólskri kvikmyndahátíð um helgina. Hvet ég þó alla að skella sér á pólsku hátíðina, enda er ókeypis á hana, og ennþá er sjens fyrir þá sem komast í bíó á kvöldin að skella sér á þýska kvikmyndahátíð :)
Grípið gæsina gott fólk og njótið vel,
bið að heilsa af "nattevagten"
Elín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli