Ég held ég sjái fyrir mér fall í fatakaupum er líða fer á vorið - en það verður held ég ekkert "svakalega" slæmt fall - en núna langar mig alveg rosalega í litaðar niðurþröngar gallabuxur - ef ég skottast til USA þá yrði Express fyrsta stopp - hérna heima yrði Lindex fyrir valinu, þó það séu ekki gallabuxur - get ekki einu sinni gert upp við mig hvaða lit ég myndi velja hjá Lindex, rauðar, appelsínugular eða grænar. Í ljósi þess að ég á græna skó held ég að ég myndi veðja á rauðar eða appelsínugular... vona bara að þær mátist illa - þá spara ég 4.000 Kr. Reyndar fékk ég tips í vinnunni um daginn, 4.000 kall - svo ef buxurnar eru osom á mér - þá kannski ég tríti mig ;)
Lindex 3.995 ISK
Annars er ég byrjuð að valsa á milli rúma-búða að skoða og gera verð-samanburð á höfðagöflum, datt meira að segja í hug að panta bara eitt stykki frá USA, er síðan þá búin að spotta einn ansi glæsilegan í einni verslun í Reykjavík - þarf að spyrjast aðeins fyrir um þann gafl hvort hann gangi upp í svefnherberginu mínu, en það er ein rafmagnsinnstunga bak við rúmið sem gæti orðið til trafala er kemur að vali á gafli :(
Bestu kveðjur,
Elín á búðarúntinum
Elín á búðarúntinum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli