miðvikudagur, 28. mars 2012

Bestu skór í heimi?

Ég held að ég sé hugsanlega búin að finna bestu skó í heimi, og eru þeir frá Rockport.. pabbi ætti nú að þekkja það merki :) En þessir undra skór sem ég er búin að uppgvöta eru með addidas-innleggjum, alveg sérsniðið að svona vandræða-fótum eins og ég er með..

Janae Plump frá Rockport - 18.600 ISK

Þeir eru með háum boga undir ilinni og eru með höggpúðum í tábergi og hæl... ég verð bókað að stoppa í Rockport búð næst þegar ég kemst í tæri við eina slíka :) Þetta eru nú ekki mestu glamúr lína í heimi hjá þeim, en eitt og eitt par inná milli (eins og þetta hérna fyrir ofan) sem kæmu vel til greina, svo kemur bara í ljós hvernig næsta lína kemur til með að líta út frá þeim. Aðrar uppáhalds pæju- en samt comfort-skóbúðir gætu verið Geox eða Clarks. Skórnir frá Geox anda allir í gegnum sólann (án þess þó að bleyta komist inní þá) og margir Clarks skónna eru með innbyggðri dempun undir tábergi. Reyndar eru líka margir skónna í Zara með dempun undir tábergi, sem er algjör snilld... mikið var að skó-framleiðendur kveiktu á perunni!
Annars stendur nú líka til hjá mér að fá smá fix fyrir suma hæla-skóna mína.. þarf að tala við konsúlta hjá Stoð varðandi það allt saman. Byrja á einu pari og sé til hvernig það fúnkerar, I'll keep you posted.

Ji, er bara ekki frá því að mig langi að fara í skó-mátunarferð, þá yrði ég að velja borg þar sem Rockport, Geox og Clarks eru með verslanir!

Luv,
E

Engin ummæli:

Skrifa ummæli