Ég rakst á
grein inni á mbl.is um vinsælustu áramótaheit kananna, nágranna okkar, hér á eftir er top 10 listinn;
1. verja meiri tíma með fjölskyldu og vinum
2. taka sig á í líkamsræktinni
3. hemja vömbina (léttast)
4. hætta að reykja
5. njóta lífsins betur
6. hætta að drekka
7. koma reglu á fjármálin
8. læra eitthvað nýtt
9. hjálpa öðrum
10. skipuleggja sig betur
Í grófum dráttum eru öll þessi markmið af sama meiði, öll eru þau hugsuð til að auka lífsgæði okkar, losa okkur við slæma ávana og lifa í meira sátt og samlyndi við okkur sjálf og lifa hamingjusamara lífi.
Mín áramótaheit hingað til hafa öll líka snúið að því sama, ég hef tekið mig á í tannþráðsnotkun, - ég er svo að hemja innkaupa-áráttuna, og um leið koma skikki á fjármálin. Ætli ég hætti svo að drekka svart gos á næsta ári? Veit ekki, ætla að spara stóru orðin, mætti minnka þá neyslu engu að síður. Ómeðvitað hef ég lært eitthvað nýtt slíðastliðin ár, ég hef byrjað í nýrri vinnu, og stundað tungumála- og frístundanám. Ég tel mig hjálpa öðrum að því leiti að setja góða fyrirmynd, og sýna fólki fram á hvað er mögulegt, og vona ég að ég verði einhverjum að gagni og veiti einhverjum innblástur með þessu bloggi mínu. Ég hef vanið mig á það sl. 3 ár að hafa skipulagsdagbók (samræmist áramótaheiti nr. 10 fullkomlega) og ætla jafnvel að gerast stórtækari í þeim málum. Þá er bara eitt boðorð eftir, og það er einmitt uppáhalds boðorðið mitt, nr. 5 - alveg eins og 5 boðorðið í biblíunni er uppáhalds boðorðið mitt (þú skalt eigi morð fremja).
Að njóta lífsins betur, ég hef ákveðið að túlka það sem að maður eigi að ferðast meira, fara oftar út að borða, daðra, skemmta sér, hitta vini sína og njóta (eins og ein frábær kona sem vann með mér sagði alltaf).
kv.
Nautnaseggurinn