þriðjudagur, 14. febrúar 2012

Um sjónvörp

Ég hélt uppá afmælið mitt síðastliðna helgi og bauð vel völdu fólki heim í eurovision-gláp og pizza át.. 
Gestirnir voru þó sammála um það að ég yrði að fá mér nýtt sjónvarp og það fyrir aðalkeppnina í vor! Hence er ég búin að vera að skoða sjónvörp á heimasíðum raftækjabúða... guð minn góður - þvílíkur frumskógur að vaða í gegnum, 100 mismunandi merki, allt frá þekktum merkjum til rusl-merkja sem þú hefur aldrei heyrt talað um. Einnig er aragrúi hugtaka eins og lcd, plasma, hd, hdmi-tengi, upplausn, birtustig, háskerpa, hljóðkerfi, svartími, og það fyrir utan hugtök sem ég skil, eins og; þyngd, scart-tengi og mál.
Þetta verður einhver höfuðverkur.. og hann dýr! Kannski ég verði að hætta að fara út að borða á veitingastöðum og taka take-away mat til að hafa efni á sjónvarpi!


Kveðjur út tv-landi,

Elín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli