föstudagur, 24. febrúar 2012

So far, so good..

Febrúarlok nálgast óðfluga, og mér virðist vaxa ás-megin.. þar sem ég hef getað silgt í gegnum þennan mánuð án fata-freistinga :) Er reyndar búin að vera mjög lítið í búðum þennan mánuðinn.. en so far, so good eins og maðurinn sagði! 
Verð svo að deila þessari mynd með ykkur, þessi jakki frá Burberry er skuggalega líkur mínum jakka;

Mynd fengin að láni frá The Look 4 Less

Verð samt að viðurkenna að mig langar ennþá í gráar niðurþröngar gallabuxur og nude hælaskó. 

Ég föndraði þessa mynd úr tveimur frá; your next jeans

Annars er ég farin að fá nýtt verðskyn á alla hluti, það er allt mælt í mánuðum núna... var til dæmis að skoða hljómtæki á netinu sem kostuðu um 40.000 kr, eða tvo mánuði ;)

Kv.
Elín on a rehab

Engin ummæli:

Skrifa ummæli