fimmtudagur, 23. febrúar 2012

Matur og drykkur í Reykjavík

Ég er alvarlega farin að efast um getu mína til að spotta góða veitingastaði... alltaf þegar ég hef verið beðin um meðmæli af erlendum kunningjum mínum um veitingastaði í Reykjavík- þá klikkar alltaf eitthvað! Jeminn, eins og við eigum mikið af góðum veitingastöðum í þessari borg! Merkilegt alveg hreint... einu sinni mælti ég með Indian Mango - þá biðu vinir mínir í rúman klukkutíma eftir matnum sínum, þegar hann var ekki ennþá kominn - þá gengu þeir út og fóru á annan veitingastað. Núna síðast "mælti ég með" Harry's á Rauðarárstíg, þar var ég nú reyndar líka með í för, þjónustan var reyndar mjög góð, maturinn svona lala en allir fengu í magann eftir heimsóknina! Ég hafði þó borðað á hvorugum staðnum áður, bara heyrt góða hluti af Indian Mango og svo var Harry's á tímabili nr. 1 yfir vinsæla matsölustaði á Íslandi á Tripadvisor. Héðan í frá ætla ég bara að mæla með matsölustöðum sem ég hef borðað á sjálf áður, og það nýlega... 
Einn af þeim matsölustöðum sem ég ætla ekki að mæla með er Sjávargrillið, þar beið ég og Jórunn heillengi eftir borði (sökum anna á staðnum) - svo þegar við fengum borð og pöntuðum matinn okkar, þá held ég að þeir hafi gleymt pöntuninni okkar, því við biðum örugglega í klukkutíma eftir síðbúna hádegismatnum okkar, sem varð nánast að kvöldmat! Að sjálfsögðu trónir Sjávargrillið í fyrsta sæti á vinsældarlista Reykvískra matsölustaða á Tripadvisor þegar þetta er skrifað. Austur Indíafélagið er svo í fjórða sæti, þar hef ég snætt þrisvar á lífsleiðinni, og alltaf orðið fyrir vonbrigðum.. kannski vegna þess að allir lofa þann stað svo mikið og hann hefur ekki staðist væntingar. Held ég taki ekki mark á neinum einasta hlut á tripadvisor héðan í frá!
Mér til málsbóta, þá hefur enginn gestur hótelsins kvartað undan veitingastaða tipsum frá mér... einn var meira að segja að tékka út í morgun - ég spurði hann einmitt um veitingastaðinn sem ég mælti með - hann var svona líka ljómandi ánægður með meðmælin. Svo ætli ég fari ekki bara næst á Ask.. 

kv.
Elín matvanda

2 ummæli:

  1. úúú... hér er minn listi .... Krúska á Suðurlandsbraut, Sushi Samba Þingholtsstræti, Fish and Chips Tryggvatögu, Sægreifinn Geirsgötu, Grænn Kostur Bergstaðarstærti, Dill Norrænahúsinu, Grillmarkaðurinn Austurstræti, Fiskmarkaðurinn Aðalstræti, Tapasbarinn Vesturgötu og Tapashúsið Geirsgötu... klikkar ekki nema um mannleg mistök sé að ræða, og þau eru alltaf fyrirgefin! Þú getur farið út að borða á nýjum stað næstu 11 dagana og ekki orðið fyrir vobrigðum!!!!

    SvaraEyða
  2. Ok, ég hef snætt á Fish and Chips, Sægreifanum, Grillmarkaðnum, Fiskmarkaðnum, Tapasbarnum - þar af ber Grillmarkaðurinn og Sægreifinn af - það er reyndar búið að vera á stefnuskránni að prófa Dill og Tapashúsið - svo langar mig að prófa Frú Berglaugu - Laugavegi

    SvaraEyða