þriðjudagur, 7. febrúar 2012

Janúar lokið, aðeins 91,7% to go!

Það er kominn 7. febrúar 2012 og ég er búin að standa við gefin loforð um að kaupa enga flík 2012! Í tilefni þess stofnaði ég nýjan banka-reikning og lagði inn 20.000 kr inná reikninginn sem verður geymdur til innkaupa á einhverju fyrir svefnherbergið ;)
Þarf samt endilega að setja inn bestu og verstu kaup ársins 2011, er búin að hugsa um þetta síðan í byrjun janúar - en ekki komið mér í það ennþá. Veit samt alveg nákvæmlega um hvaða hluti er að ræða! 
Stalst samt til þess að skoða vor- og sumarlínuna frá Zara, þar sem svart, hvítt, pastel og blómamynstur ráða ríkjum. Einnig má greina smá Versace einkenni hjá þeim.


Fleiri flíkur úr línunni má svo sjá á www.zara.com

Ágætt að vita til þess að ég á bláan og hvítan víðan blómatopp, og hvítar sumarskyrtur, hvítar hörbuxur og beis-sumarbuxur.. bíð spennt eftir því að "endurvinna" gömul sumarföt núna í sumar. Annars er ég búin að komast að því að ég hefði ekki getað farið í fata-bindindi á betri tíma, ég meina ég er í uniformi hálft árið.. 

Sumarlegar kveðjur,
Elín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli