mánudagur, 13. febrúar 2012

Meðmæli mánaðarins; Febrúar

Fékk þá snilldar hugmynd að brydda uppá nýjum blogg-flokki hérna.. það er meðmæli mánaðarins, þessi flokkur mun eflaust koma til með að endurspegla það sem ég er að stússast í hverju sinni, en þið getið trúað því að hérna mun bara fara inn efni sem hefur hefur virkilega náð til mín. Ekki byrjar árið illa skal ég segja ykkur, frábær meðmæli hérna á ferðinni!

Bókin; Kýr Stalíns eftir Sofi Oksanen, er að lesa hana núna og á erfitt með að leggja hana frá mér
Bíómyndin; The Artist, af franskri kvikmyndahátíð. Svart/hvít og þögul mynd, hreint út sagt frábær mynd

Aðalleikarar myndarinnar; The Artist

Njótið vel,
Elín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli