miðvikudagur, 8. febrúar 2012

La música

Mér finnst alltaf jafn fyndið þegar ég sé nýtt lag á youtube, ja, nýtt og ekki nýtt. Ég skal umorða þetta, þegar ég heyri lag á youtube, og geri mér grein fyrir því að ég hafi heyrt þetta sama lag áður, annað hvort með öðrum tónlistarmanni eða hreinlega á öðru tungumáli.
Þetta lag með honum Nino er eitt slíkt:

Nino - Theos

Ég held að ég hafi heyrt þetta á grísku áður, með öðrum texta og öðrum flytjanda, þori samt ekki að fara með það hvort það hafi verið á öðru tungumáli - heyri oft líka lög á búlgörsku sem er til grísk útgáfa af.. Ég þarf að sjálfsögðu ekki að taka það fram að ég er líka alltaf í hvítum gyðju kjól, á hælaskóm og með sólgleraugu þegar ég geng í gegnum akur. Að sjálfsögðu!
Ég er bara ekki frá því að ég hafi fengið hugmynd að eurovision-þema vorsins í þessu myndbandi, er með fjórar mismunandi útfærslur í huga... en ég verð að sjálfsögðu að hafa takmarkanir fataskápsins míns í huga...

Stay posted,
Elín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli