fimmtudagur, 9. febrúar 2012

Dagur 4 - sögn 4

Þó að það sé mikið að gera hjá mér í vinnunni, social-lífinu og ekki að fara í búðir - þá hef ég nú líka tíma fyrir ýmislegt annað! 
Ég held að ég verði samt að vitna í Jóhönnu vinkonu - þegar hún sagði að það sé bara hársbreidd frá því að hafa alltof lítið að gera - og hafa alltof mikið að gera, svo mikið að þú getir ekki einu sinni sest niður á kaffihúsi og fengið þér kaffibolla í rólegheitum! Ég held barasta að ég fari að skipa mér á bekk með Jóhönnu, nema í mínu tilfelli myndi kaffibollanum verða skipt út fyrir kakóbolla, það er að segja kakóbolla sem ég hef ekki tíma til að fá mér.
Markmið þar-seinustu fríviku; að setjast niður og fletta glans-tímaritum var heldur ekki gert í síðustu viku! Ekki er þó allt svo illt að ekki boði eitthvað gott, ég náði jú að hitta fullt af frábæru fólki og eyða með þeim kvöldstund eða svo.. kláraði að lesa: "Dætur Kína" (mæli ekki með þeirri bók), hitti bókaklúbbsfélagana og fór á franska kvikmyndahátíð. Þar að auki er ég í spænsku tvisvar sinnum í viku, og náði ég að skila af mér fyrsta verkefninu í dag. Þar sem þetta er hrað-námskeið, þá er próf 28. febrúar, og í ljósi þess að páfa-gauks lærdómur hefur aldrei reynst mér sérstaklega auðveldur ákvað ég að læra eina óreglulega spænska sögn í atburðaþátíð á dag - samtals eru þær 19 talsins sem eru til prófs, ég er komin á sögn fjögur; estar.. svo þetta rétt merst fyrir prófið!

Stal myndinni frá Billsblog777

Eigið góða daga gott fólk,
Elín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli