Þessi vika er búin að vera svo lengi að líða!
Fór í fyrsta tímann á fimmtudaginn, sem var ágætt, fínt að fá smá forsmekk af því sem koma skal. Þar eru nokkrir kennarar að kenna, og kynntu þeir sig og viðfangsefni kúrsins. Ég er skráð í 4 kúrsa, og eru 2 þeirra skyldukúrsar, kannski ekki það gáfulegasta sem ég gat gert að taka báða kúrsana sem ég hef hvað minnstan áhuga á hérna úti í DK, en það orsakast af ástæðum sem er ekki hægt að taka til baka (deam you Athens). Öllum hópnum er svo skipt upp í minni bekki þar sem við verðum í umræðutímum líka, og var búið að skipa mér í hóp hjá þeim kennara sem hafði þykkasta danska framburðinn.. jeremías þetta verður eitthvað. Nema sumir umræðutímanrnir overlappa við aðra tíma hjá mér, svo eftir að hafa talað við kennarana og sagt þeim frá því, þá sögðu þeir að það væri í lagi fyrir mig að hoppa inní aðra umræðutíma sem ég kæmist í, sem annar kennari er að kenna - svo ég þarf ekki alltaf að vera hjá kennaranum með þykka framburðinn.
Á fimmtudagskvöldið var svo svokallaður buddy dinner, þar sem þrír buddys - eða stuðningsnemendur fyrir skiptinema skipulögðu kvöldverð fyrir sína erlendu skiptinema, alls voru 3 buddys og 5 skiptinemar, tveir frá þýskalandi, einn frá USA, einn frá Frakklandi og ég. Komst ég svo að því að einn af buddyunum er með mér í tíma! Merkilegt nokk, en hann er 9 árum yngri en ég hahah... það er svo mikið af ungu liði hérna í meistaranámi, ég er hreint orðlaus bara.
Í gær, föstudag, var svo síðasti kynningardagurinn fyrir skiptinemana, og byrjaði fyrsti fyrirlesturinn kl. 10, og í þeim fyrirlestri opinberaðist fyrir mér hvað hefur verið að hrjá mig síðastliðna daga - og það er culture shock! Ég komst hreinlega ekki hjá öðru en að skella uppúr, því ég hef búið bæði á Grikklandi og Tyrklandi í svipað langan tíma og ég kem til með að búa í CPH, og ekki upplifði ég neitt þannig þar! Haha mér er greinilega ekki ætlað að búa í Skandinavíu, það er alveg greinilegt.
Fyrirlesarinn skipti
culture shock (eða menningar sjokki) upp í 4 stig; 1
1. Honeymoon stig, þar sem allt er æðislegt,
2. Pirrings stig, sem einkennist af reiði, pirringi og almennri neikvæðni í garð landsins og menningarinnar sem þú ert staddur í.
3. Aðlögunar stigið, þar sem þú ert að aðlagast nýrri menningu og tekur menningu landsins í sátt.
4. Viðurkenningar stigið, þar sem einstaklingur getur borðið sinn menningarheim, og landsins saman, og nýtt það besta úr báðum heimum.
Fyrirlesarinn sagði okkur í óspurðum fréttum að nú þegar hefðu tveir nemar komið inná skrifstofu til sín, og sagt við hann af hverju í ósköpunum þeir hefðu valið Kaupmannahöfn, ég hló svo mikið innra með mér - og fékk smá gleði-tilfinningu útúr því að ég væri ekki ein í því að upplifa þetta! Því ég er búin að hugsa þetta nákvæmlega sama ég veit ekki hvað oft síðan ég kom hingað út. Ef ég gat ekki farið til Aþenu, af hverju í ósköpunum datt mér í hug að fara til Köben í staðinn?? Ég er ennþá hissa á sjálfri mér! Nema hvað ég sleppti algjörlega stigi 1 og fór strax yfir á stig 2!
Næsti fyrirlestur var þar sem nemendur í skólanum héldu stutta kynningu um staðarhætti og hvar þeir mæltu með að fara út að borða, og drekka bjór og fleira. Fannst magnað að þeir skyldu tala um hversu ógeðsleg klósettin væru á Solbjerg Plads, og er víst bara nóg að fara eina hæð upp eða eina hæð niður og þar eru decent salerni. Þeir mæltu svo með því að halda sig frá hjóla-götum í mestu umferðinni, en what the fuck, hvað á ég að gera þegar ég þarf að mæta í skólann 2-3 sinnum í viku kl. 8? Mæta seint eða vakna kl 5 til að hjóla í skólann kl. 6 og vera komin 1 klukkutíma áður en skólinn byrjar? Hell nó, en vá ég er ekki að heillast af þessari hjólamenningu, mér er svo illt í lærunum eftir hva 3 eða 4 daga á hjólinu, ég get ennþá labbað jújú, svo þegar ég stíg fyrst af hjólinu eftir að hafa hjólað um 40 mínútur í skólann finnst mér eins og rassinn á mér sé afmyndaður, með imprentuðu hnakkfari.. ekkert pleasant við þetta. Ef ég verð ekki farin að elska þennan hjólamenningu eftir 2 vikur, þá sel ég hjólið og kaupi mér samgöngupassa. Þau á kynningunni sögðu líka að það langar engum að hjóla í skólann þegar lengra líður á önnina, þá verður rigning og miserable... þá sé ég metroið í hillingum - elska það, er kannski 10-15 mín með metro í skólann... super nice!
Seinasta prógrammið fyrir skiptinemana var svo skoðunarferð um Köben, ég var fyrst á báðum áttum hvort ég ætti að fara eða ekki, en þar sem veðrið var svo fínt ákvað ég að lufsast með. Hittumst á Kongens Nytorv (þar sem það sést reyndar ekkert af torginu sökum framkvæmda).
Kongens Nytorv
Það var svo gengið á nokkra staði, Nýhöfn, fyrir framan leikhúsið og talað um pappírseyjuna, þar sem Copenhagen street food er, farið í höllina, og labbað í gegnum garð, stoppað í runde tarn og farið þangað inn og endað við ráðhúsið, sem mér til mikillar furðu var ekki við radhus pladsen...
Ég niðri á Nýhöfn
Antík-loppu markaður sem ég hjólaði framhjá
á leiðinni í skoðunarferðina
Franskur strákur gaf sig svo að tali við mig í þessari skoðunarferð og eftir stutt small-talk sagði hann mér í óspurðum fréttum að hann væri að upplifa culture shock eða home sickness, verð að dást að honum að tala um það - því ég hefði aldrei viðurkennt það fyrir nokkrum manni af fyrra bragði. Ég sagðist hafa algjörlega sleppt stigi 1 og farið beint á stig 2, og hann hafði nákvæmlega sömu sögu að segja, þá hafði hann verið í starfsnámi í 1 ár i Frakklandi áður en hann kom hingað út, og kunni svo vel við það, og vildi bara hætta við Köben, geyma námið sitt og halda áfram að vinna. Eftir skoðunarferðina röllti ég og frakkinn svo yfir í Christianshavn, og settumst niður á bar og dissuðum Köben yfir bjór.