laugardagur, 19. júlí 2014

Það er bölvun á þessari íbúð!!

Helmingurinn af rafmagnsinnstungunum í íbúðinni virkuðu ekki í gær eftir að viðgerðarmennirnir gerðu við þvottavélina - ps. ég braut hana - það á víst að slökkva á vélinni, bíða í nokkrar mínútur og svo er hægt að opna hana án þess að brjóta handfangið. Það þarf samt að lemja smávegis í lokið á henni til að koma henni í gang eftir að hafa stillt prógramm.

Þegar ég kom heim í dag virkuðu svo rafmangsinnstungurnar aftur - svo opna ég þvottavélina til að taka þvottinn úr vélinni - þá hafði vélin ekki tæmt sig af vatninu, svo vatnið streymdi úr vélinni og útum alla stofu.. guði sé lof að hér eru flísar! Svo núna er ég nýbúin að moppa upp allt vatnið og setja aðra vél í gang - sjáum hvað henni dettur í hug núna ;)

Hérna kemur svo mynd af galla-gripnum:



Silver lining: eldhúsið er tanduhreint

Engin ummæli:

Skrifa ummæli