laugardagur, 12. júlí 2014

Vafrað í súpermarkaðnum

Er það bara ég eða eru fleiri þarna úti sem finnst gaman að vafra um í súpermörkuðum erlendis?
Þetta er svakalegt hobby hjá mér - gæti eytt heilu klukkutímunum að góna á það sem er í hillunum - og ómerkilegustu vörur verða hinar áhugaverðustu...


Inni í Migros súpermarkaðnum


Bingo baðherbergis og eldhúshreinsir.
Kannski einhverjum í fjölskyldunni finnist þetta líka fyndið

Annars er þýsk vinkona mín að fara að koma til Tyrklands í viku - hún verður mest í Antalya, en hún ætlar annað hvort að koma til Alanya - eða ég skelli mér til Antalya - algjör snilld, ég er ekki búin að hitta hana síðan í Berlín 2010.

Annað er svosem ekki mikið í fréttum, nema ég fór á hárgreiðslustofuna um daginn, sá þá vera að plokka augabrúnir með tvinna þar - eins og maður hefur séð í mollunum í Ameríku, þar sem ég hafði aldrei prófað það þá ákvað ég að skella mér - og það kostaði bara 5 lírur - eða um 265 ISK!! En úff hvað þetta var vont... ái, ekki viss um að ég fari aftur, en jæja ætla að henda mér útí laug - keypti vindsæng um daginn, á eftir að blása hana upp.... 

Heyrumst..

1 ummæli:

  1. Þú ert ekki sú eina sem finnst gaman að vafra um í súpermörkuðum erlendis (hérledis): https://munchies.vice.com/articles/iceland-i-love-you-but-your-grocery-stores-are-weird/ ;)

    SvaraEyða