Ég gleymdi að segja ykkur, þegar ég fór í augabrúna-plokkunina með
tvinnanum, þá spurði hún mig hvort ég vildi láta taka: "mustashe" ég
hélt nú ekki - annars svitna ég rosalega mikið í andlitinu hérna - og
sérstaklega í "mustashinu" - annars málaði ég skegg á helling af krökkum
seinasta þriðjudag þegar ég varð sjóræningi í einn dag..
Fór
svo í skoðunarferð í dag... omg, hvað haldið þið að ég hafi séð í einni bak-götunni á leiðinni með gesti heim á hótel?? Tré
sem var úti á miðri götu, malbik allt í kringum það, ekkert blómabeð eða
hellusteinar eða neitt svoleiðis, á trénu hékk svo skilti með ör á..
blátt með hvítri ör sem gaf til kynna hvorum megin á veginum maður ætti
að vera - VÁ only in Turkey - eða hvað... náði því miður ekki að grípa
símann og taka mynd af þessu - en vá hvað mig langar að fara að leita að
þessu tré og taka mynd!
Annars fer ég að verða ansi þreytt og nánast pirruð á þeim tyrkjum sem eru í kringum mig - aðalega leiðsögumenn sem eru alltaf að tala um að ég þurfi að læra tyrknesku, og ég ætti nú að kunna fleiri orð - þetta letur mig í tyrknesku-náminu ef eitthvað er - þoli ekki þegar fólk er sí-jappandi um hvað því finnst að ég eigi að gera... god history repeating frá Grikklandi... aldrei er ég að tuða í pólverjunum sem vinna á hótelinu að þeir ættu nú að læra meira í íslensku, og þeir búa þó á Íslandi til lengri tíma... djísus sko? Er ég ein um að þetta fari í taugarnar á mér - hvernig myndir þú bregðast við?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli