miðvikudagur, 9. júlí 2014

Where are you from?

Algengasta spurningin sem maður er spurður að hér á götum Alanya er; ,,Where are you from?" 
Sjálf er ég komin með algjört ógeð af því að svara henni... farin að snúa útúr fyrir fólki með því að segjast vera ekki héðan, að það skipti ekki máli, nú eða ljúga til um heimaland - spurning hvort ég búi til eitthvað land næst sem er ekki til og sjái hvort ég komist upp með það??
Nei það eru nú kannski ýkjur, ég fór í fyrsta skipti á alvöru djamm hér í borg í gærkvöldi, fór með Anniku og Signe vinkonu hennar á Queens Garden - já þar sem barþjónarnir eru hálf-berir.. þar fengum við okkur nokkra drykki og kíktum svo á Istanbul Club... jeremías - þar var kvenkyns rússneskur table-dansari í þvílíku outfitti og svo hræðilegur dansari - jeremías. Þar lennti ég einmitt í nokkrum tyrkneskum gaurum sem spurðu mig hvaðan ég væri, þar vöru svör eins og skandinavía algeng.. ohh svo hræðilegir þessir gaurar.
Fór svo í fyrsta skipti á ströndina í dag, sama crew og daginn áður og hittum svo barþjónana frá Queens sem eru bestu vinir stelpnanna úr vinninni á ströndinni - en þá hanga þeir mikið á þessari strönd. Við fáum svo ókeypis sólbekki og sólhlífar á þessari strönd þar sem eigandinn þekkir alla í vinnunni.. þar spurði hann mig einmitt hvaðan ég væri, þar ropaði ég útúr mér að ég væri ekki héðan, og væri frá Skandinavíu - honum fannst það nú ekki vera fullnægjandi svar - og fékk ég nánast samviskubit er þau sögðu mér að þetta væri eigandinn - ég reyndist hins vegar hafa lesið rétt í aðstæður þegar hann gaf mig seinna að sér og spurði mig hvort ég vildi vera kærasta eins af staffinu hans - ég hélt nú ekki - þá sagði hann að ég yrði þá að taka hann fyrir kærast - ég hélt nú ekki heldur, fyrir það fyrsta væri hann of gamall fyrir mig. Nei nei, hann væri ekki of gamall, og náði í nafnskirteini því til stuðnings - og hvað ég væri gömul... og hvort ég vildi ekki gefa honum símanúmerið mitt -  as if... ég ráðlagði honum að fá sér tyrkneska kærustu - hann sagðist ekki vilja tyrkneska kærustu, fyrrverandi kærastan hans hefði verið á ströndinni í dag og hann vildi ekki byrja aftur með henni - og hvort við gætum ekki verið vinir... ég hélt nú ekki - að lokum nefndi hann svo að hann ætti konu!
Enda hef ég heyrt um það að það sé gegnumgangandi að tyrkneskir strákar/menn hérna sem eru giftir (oft á tíðum skandinavískum stelpum) eiga svo kærustur (fleirtala) eða hjásvæfur í löngum röðum - enda er þetta svo merkilegt karlkyn að þeir verða að deila gæðum þess á less fortunate hluta heimsins - ég gæti ælt sko...


 Vegna fjölda áskoranna :)

1 ummæli:

  1. Áttu ekki einhverjar myndir af barþjónunum ;)
    kveðja
    Vigdís

    SvaraEyða