fimmtudagur, 24. júlí 2014

Ég hlakka svo til

Í ljósi þess að það eru akkúrat tveir mánuðir þangað til ég þarf að vera komin heim til Íslands datt mér í hug að gera lista yfir það sem ég hlakka til að gera þegar ég kem heim (svona fyrir utan að hitta ykkur):

- sofa í mjúku rúmi
- sofa út
- fara í bíó
- borða núðlur (svoleiðis fæst hreinlega ekki hér)
- borða gott jógúrt
- komast á wifi á símanum hvar sem er
- fara í hálftíma sturtu
- íslenska vatnið
- íslenska mjólkin
- pepperoni og góð álegg (það fæst heldur ekki hér)
- góð pizza

Það sem ég á eftir að sakna:

- sólbaða við sundlaugina
- strandarinnar
- hitans
- að þurfa ekki að vera í jakka
- göngutúra um borgina

Það sem ég á ekki eftir að sakna


- moskito
- þvottavélin
- harða rúmið

Engin ummæli:

Skrifa ummæli