mánudagur, 28. júlí 2014

Tyrkir kunna ekki að bíða í röð

Við Íslendingar erum hræðilegir að bíða í röð, en Tyrkir eru verri - þeir eru alveg hræðilegir. Ef maður stendur fyrir aftan einhvern við afgreiðsluborð, þá ganga þeir til hliðar við mann og beint uppað afgreiðsluborðinu og stilla sér upp við hliðina á þeim sem er verið að afgreiða og þannig svindla þeir sér framfyrir mann...

Ég varð heldur ekki lítið hissa áðan þegar strákur gerði sig líklegan til að svindla sér framfyrir mig í ísbúðinni - þegar pabbi hans sagði honum að hafa sig hægan - drengurinn snéri sér við og horfði á mig stórum augum.. og ég get bara ímyndað mér hvað fór í gegnum huga hans; þarf ég að bíða í röð??

Engin ummæli:

Skrifa ummæli