fimmtudagur, 17. júlí 2014

Nú er komið nóg

Jenný er komin með ofnæmisasma - líklega útaf myglu í íbúðinni hennar, það er illráðandi við það þar sem rakinn hérna er svo mikill.... svo kannski er þetta sem koma skal?

Þvottavélin er ennþá á sínum stað í íbúðinni með uniform-bolina mína innanborðs, líklega myglaða? Ég er svo lyklalaus að íbúðinni þar sem þeir áttu að koma að sækja gripinn í dag - spurning hvort ég hendi henni ekki fram af svölunum og athugi hvort þvotturinn komist út? Djöfull hvað ég er orðin þreytt á þessu! Samt búin að ná að kveikja á sjónvarpinu og finna stöð með enskumælandi þáttum!

Annars er ég búin að eiga alveg ljómandi góða daga - það er kannski þess vegna sem ég er í svona vondu skapi í dag...

Skellti mér til Antalya og varð algjörlega ástfangin af borginni - aðalega gamla bænum, minnti mig á krúttlegasta stað í heimi - sem er Veria á Grikklandi, nema Antalya liggur við sjó - svo Antalya hefur vinninginn. Í Antalya kíkti ég aðeins í mollið og drap kjól og bikini-buxur, en toppurinn var þó að hitta Tonu, þýska vinkonu mína frá dvöl minni á Grikklandi. Við kíktum í gamla bæinn, fórum í sólbað á ströndinni. leið eins og í alvöru fríi, hittum svo vini hennar sem við gistum hjá - vá hvað góðar samræður létta skapið það er eitthvað sem er ekki á hverju strái "heima" - en svo er líka að koma heim aftur til Alanya eins og hörð lending. Langaði sko ekkert að fara aftur heim eftir dagana þarna og dró það alveg fram á síðasta snúning - er ég húkkaði far með rútu frá fyrirtækinu heim um miðnætti. Maður verður líka mun minna var við túrista í Antalya heldur en Alanya... svo manni líður nánast eins og eina útlendingnum á svæðinu - og það er eitthvað sem ég fíla - já og sölumennirnir eru ekki að reyna að draga þig inní búð til sín - enda bara örfáar prútt-búðir á svæðinu!!  

Hitti samt líka couchsurfer í Alanya nokkrum dögum áður en ég fór til Antalya; Mehmet - enskukennara sem er á leiðinni í herinn. Hann var svo almennilegur að fara með mig á svokallað terrace, sem er einskonar almeningsgarður fyrir ofan bæinn í hlíðinni - hef aldrei komið þangað áður! Fórum líka á Cello - stað þar sem local tyrknesk tónlist er spiluð.. það var awsome!!

Framundan er svo löng vinnuvika.. myndataka og strandblak á morgun!

Ps. komin með 12 ný moskítóbit!

Got to love Turkey

Engin ummæli:

Skrifa ummæli