Jæja kæru vinir,
dagurinn í dag var frábær, ja í næstum alla staði.. soldið erfið mál að koma upp vinnu-lega séð, en ég náði að skella mér í hádegishléinu mínu á fornleifasafnið hér í Alanya - og það var algjört æði - alls ekki of stórt eins og flest söfn eru, bara alveg passlega stórt og kostaði bara 5 lírur þangað inn (tæpar 300 ISK) - skil ekkert í því af hverju ég hef aldrei farið þangað áður. Kannski vegna þess að ég hélt að það væri eitthvað lítið og ræfilslegt en svo er alls ekki... líka gaman að sjá hluti sem hafa fundist á kastalasvæðinu, þar sem ég fer með skoðunarferðir á hverjum sunnudegi.
Svo í þessari skoðunarferð í dag fékk ég líka svona æðislegan local guide; Suat - maður um 45 ára - og hann hefur líka áhuga á sögu og fornleifum - hann gat gefið mér fullt af tipps af flottum stöðum til að skoða í Tyrklandi... enda fer hann með hóp af fólki í slíkar ferðir reglulega :)
Endaði svo daginn á því að sitja aftan á scooternum hans Suat - ííí... svo gaman - fyrsta skipti sem ég fer á scooter EVER!! Hann skutlaði mér heim frá skrifstofunni, vegalengd sem tekur venjulega korter að labba, held að það hafi tekið eina og hálfa mínútu á scooternum... ji hvað það var gaman!! Vona að hann komi með mér aftur í skoðunarferð - enda nennti hann að tala ensku við mig (annað en hinir guidarnir) og hann er svo líflegur og skemmtilegur að vera í kringum - enda þegar ég spurði hann hvort hann keyrði langar vegalengdir á scooternum - jú jú - ég vil prófa allt sagði hann... maður veit aldrei með morgundaginn - og það er svo rétt hjá honum! Verð að taka hann mér til fyrirmyndar - grípa tækifærin meðan þau gefast.
Scooter-girl! Treysti því að þú hafir lúkkað HI-FI. ;)
SvaraEyðaJi hvað ég var búin að gleyma þessum frasa - HI-FI - haha.. I rocket it ;)
Eyða