miðvikudagur, 2. júlí 2014

Dónalegasti sölumaður í heimi?

Er enn eina ferðina á höttunum eftir einhverju sem er ekki til - bvlgari hringur með þremur hringjum ofan á! Í leit minni að þessum hring eru viðkomustaðirnir skran-silfur búðir, þær selja eftirlíkingar af úrum, armböndum og hringjum - sumt er úr silfri, annað úr stáli og þar fram eftir götunum. Þær selja einnig gjarnan hálsmen, naflahringi og fleira. Ég gerði þau mistök að ramba á eina slíka búð og spyrja hvort hann væri með hringi til sölu - jú fullt af módelum sagði hann og sýndi mér úr - enga hringi sá ég þar!! Hann lét mig svo máta nokkrar týpur, jú jú sum alveg furðu flottar eftirlíkingar, en svo kom að þeim tíma að ég sagði nei takk, og þakkaði fyrir mig og gerði mig líklega til að ganga útúr búðinni. Hann brást líka svona illa við og spurði; ,,how mutch do you want to pay?" Ég svaraði bara no, thank you, og hann nánast greip í handlegginn á mér er ég var á leiðinni út... og svo hreytti hann útúr sér: ,, You just say thank you? Why were you looking if you do not want to buy?. Þarna fauk í mig og mig rak í rogastans og ætlaði að spyrja hann hvort hann virkilega héldi að ég myndi vilja eiga viðskipti við hann eftir þetta, ég komst þó ekki lengra en; ,,Do you really think..." þá sagði hann mér að fara útúr búðinni: ,,Get out" sagði hann - ég lét ekki segja mér það tvisvar, en samt gargaði hann það á eftir mér skömmu síðar.. ég var og er eiginlega bara í losti skal ég segja ykkur. Og hann var með viðskiptavini inni í búðinni sem voru búnir að versla af honum!! VÁ...

Hringurinn sem mig langar í - nema ekki með steinum (mynd fengin af vefsíðu Bvlgari)

Ps. ef einhverjum langar í Gucci soho disco bag - þá eru þær til hérna í öllum regnboganslitum

Engin ummæli:

Skrifa ummæli