þriðjudagur, 29. júlí 2014

Glamour girls

Stelpurnar í vinnunni voru búnar að vera að tala um að það byggju hórur í húsinu okkar, þær byggðu það á því að þær eru tyrkneskar, hanga oft við sundlaugina - fá svo símtal, fara svo uppí íbúðina sína og koma niður skömmu síðar druslulega uppdressaðar og stökkva alltaf uppí sama leigubílinn og eru svo komnar heim eftir eina til tvær klukkustundir. Skárra er þó að þær séu tyrkneskar heldur en austur-evrópskar.. þá eru ef til vill örlítið meiri líkur á því að þær séu að gera þetta á sínum eigin forsendum heldur en að þær séu þvingaðar útí vændi og beittar ofbeldi daglega - held ég.

Sá þær svo í fyrsta skipti í gærkvöldi - uppdressaðar í svarta kjóla...

mánudagur, 28. júlí 2014

Tyrkir kunna ekki að bíða í röð

Við Íslendingar erum hræðilegir að bíða í röð, en Tyrkir eru verri - þeir eru alveg hræðilegir. Ef maður stendur fyrir aftan einhvern við afgreiðsluborð, þá ganga þeir til hliðar við mann og beint uppað afgreiðsluborðinu og stilla sér upp við hliðina á þeim sem er verið að afgreiða og þannig svindla þeir sér framfyrir mann...

Ég varð heldur ekki lítið hissa áðan þegar strákur gerði sig líklegan til að svindla sér framfyrir mig í ísbúðinni - þegar pabbi hans sagði honum að hafa sig hægan - drengurinn snéri sér við og horfði á mig stórum augum.. og ég get bara ímyndað mér hvað fór í gegnum huga hans; þarf ég að bíða í röð??

fimmtudagur, 24. júlí 2014

Ég hlakka svo til

Í ljósi þess að það eru akkúrat tveir mánuðir þangað til ég þarf að vera komin heim til Íslands datt mér í hug að gera lista yfir það sem ég hlakka til að gera þegar ég kem heim (svona fyrir utan að hitta ykkur):

- sofa í mjúku rúmi
- sofa út
- fara í bíó
- borða núðlur (svoleiðis fæst hreinlega ekki hér)
- borða gott jógúrt
- komast á wifi á símanum hvar sem er
- fara í hálftíma sturtu
- íslenska vatnið
- íslenska mjólkin
- pepperoni og góð álegg (það fæst heldur ekki hér)
- góð pizza

Það sem ég á eftir að sakna:

- sólbaða við sundlaugina
- strandarinnar
- hitans
- að þurfa ekki að vera í jakka
- göngutúra um borgina

Það sem ég á ekki eftir að sakna


- moskito
- þvottavélin
- harða rúmið

sunnudagur, 20. júlí 2014

Frábær dagur

Jæja kæru vinir,

dagurinn í dag var frábær, ja í næstum alla staði.. soldið erfið mál að koma upp vinnu-lega séð, en ég náði að skella mér í hádegishléinu mínu á fornleifasafnið hér í Alanya - og það var algjört æði - alls ekki of stórt eins og flest söfn eru, bara alveg passlega stórt og kostaði bara 5 lírur þangað inn (tæpar 300 ISK)  - skil ekkert í því af hverju ég hef aldrei farið þangað áður. Kannski vegna þess að ég hélt að það væri eitthvað lítið og ræfilslegt en svo er alls ekki... líka gaman að sjá hluti sem hafa fundist á kastalasvæðinu, þar sem ég fer með skoðunarferðir á hverjum sunnudegi. 
Svo í þessari skoðunarferð í dag fékk ég líka svona æðislegan local guide; Suat - maður um 45 ára - og hann hefur líka áhuga á sögu og fornleifum - hann gat gefið mér fullt af tipps af flottum stöðum til að skoða í Tyrklandi... enda fer hann með hóp af fólki í slíkar ferðir reglulega :) 

Endaði svo daginn á því að sitja aftan á scooternum hans Suat - ííí... svo gaman - fyrsta skipti sem ég fer á scooter EVER!! Hann skutlaði mér heim frá skrifstofunni, vegalengd sem tekur venjulega korter að labba, held að það hafi tekið eina og hálfa mínútu á scooternum... ji hvað það var gaman!! Vona að hann komi með mér aftur í skoðunarferð - enda nennti hann að tala ensku við mig (annað en hinir guidarnir) og hann er svo líflegur og skemmtilegur að vera í kringum - enda þegar ég spurði hann hvort hann keyrði langar vegalengdir á scooternum - jú jú - ég vil prófa allt sagði hann... maður veit aldrei með morgundaginn - og það er svo rétt hjá honum! Verð að taka hann mér til fyrirmyndar - grípa tækifærin meðan þau gefast.

laugardagur, 19. júlí 2014

Það er bölvun á þessari íbúð!!

Helmingurinn af rafmagnsinnstungunum í íbúðinni virkuðu ekki í gær eftir að viðgerðarmennirnir gerðu við þvottavélina - ps. ég braut hana - það á víst að slökkva á vélinni, bíða í nokkrar mínútur og svo er hægt að opna hana án þess að brjóta handfangið. Það þarf samt að lemja smávegis í lokið á henni til að koma henni í gang eftir að hafa stillt prógramm.

Þegar ég kom heim í dag virkuðu svo rafmangsinnstungurnar aftur - svo opna ég þvottavélina til að taka þvottinn úr vélinni - þá hafði vélin ekki tæmt sig af vatninu, svo vatnið streymdi úr vélinni og útum alla stofu.. guði sé lof að hér eru flísar! Svo núna er ég nýbúin að moppa upp allt vatnið og setja aðra vél í gang - sjáum hvað henni dettur í hug núna ;)

Hérna kemur svo mynd af galla-gripnum:



Silver lining: eldhúsið er tanduhreint

fimmtudagur, 17. júlí 2014

Nú er komið nóg

Jenný er komin með ofnæmisasma - líklega útaf myglu í íbúðinni hennar, það er illráðandi við það þar sem rakinn hérna er svo mikill.... svo kannski er þetta sem koma skal?

Þvottavélin er ennþá á sínum stað í íbúðinni með uniform-bolina mína innanborðs, líklega myglaða? Ég er svo lyklalaus að íbúðinni þar sem þeir áttu að koma að sækja gripinn í dag - spurning hvort ég hendi henni ekki fram af svölunum og athugi hvort þvotturinn komist út? Djöfull hvað ég er orðin þreytt á þessu! Samt búin að ná að kveikja á sjónvarpinu og finna stöð með enskumælandi þáttum!

Annars er ég búin að eiga alveg ljómandi góða daga - það er kannski þess vegna sem ég er í svona vondu skapi í dag...

Skellti mér til Antalya og varð algjörlega ástfangin af borginni - aðalega gamla bænum, minnti mig á krúttlegasta stað í heimi - sem er Veria á Grikklandi, nema Antalya liggur við sjó - svo Antalya hefur vinninginn. Í Antalya kíkti ég aðeins í mollið og drap kjól og bikini-buxur, en toppurinn var þó að hitta Tonu, þýska vinkonu mína frá dvöl minni á Grikklandi. Við kíktum í gamla bæinn, fórum í sólbað á ströndinni. leið eins og í alvöru fríi, hittum svo vini hennar sem við gistum hjá - vá hvað góðar samræður létta skapið það er eitthvað sem er ekki á hverju strái "heima" - en svo er líka að koma heim aftur til Alanya eins og hörð lending. Langaði sko ekkert að fara aftur heim eftir dagana þarna og dró það alveg fram á síðasta snúning - er ég húkkaði far með rútu frá fyrirtækinu heim um miðnætti. Maður verður líka mun minna var við túrista í Antalya heldur en Alanya... svo manni líður nánast eins og eina útlendingnum á svæðinu - og það er eitthvað sem ég fíla - já og sölumennirnir eru ekki að reyna að draga þig inní búð til sín - enda bara örfáar prútt-búðir á svæðinu!!  

Hitti samt líka couchsurfer í Alanya nokkrum dögum áður en ég fór til Antalya; Mehmet - enskukennara sem er á leiðinni í herinn. Hann var svo almennilegur að fara með mig á svokallað terrace, sem er einskonar almeningsgarður fyrir ofan bæinn í hlíðinni - hef aldrei komið þangað áður! Fórum líka á Cello - stað þar sem local tyrknesk tónlist er spiluð.. það var awsome!!

Framundan er svo löng vinnuvika.. myndataka og strandblak á morgun!

Ps. komin með 12 ný moskítóbit!

Got to love Turkey

mánudagur, 14. júlí 2014

Really, really?

Svo þvottavélin er búin að vera biluð í soldinn tíma, þeir komu loksins um daginn og sóttu hana. Í dag kom svo önnur vél til baka, jey, svo öllum uniform bolunum var hennt í vélina - og hvað gerðist, jú þeir komu nefnilega með aðra bilaða vél til baka - þessi opnast ekki eftir þvott - svo ég náði að brjóta handfangið.. god hvað ég elska Tyrkland!! Loftkælingin er aftur biluð, sjónvarpið er reyndar komið í lag - en núna vantar batterí og kunnáttu að operata tækið sem sjónvarpið er tengt við!!

Draga djúpt andann.. já er eitthvað skrýtin í lungunum líka - Jenný finnur fyrir þessu líka -spurning hvort að rakinn í íbúðunum sé að hafa svona slæm áhrif á okkur?


sunnudagur, 13. júlí 2014

Mustashe

Ég gleymdi að segja ykkur, þegar ég fór í augabrúna-plokkunina með tvinnanum, þá spurði hún mig hvort ég vildi láta taka: "mustashe" ég hélt nú ekki - annars svitna ég rosalega mikið í andlitinu hérna - og sérstaklega í "mustashinu" - annars málaði ég skegg á helling af krökkum seinasta þriðjudag þegar ég varð sjóræningi í einn dag..

Fór svo í skoðunarferð í dag... omg, hvað haldið þið að ég hafi séð í einni bak-götunni á leiðinni með gesti heim á hótel?? Tré sem var úti á miðri götu, malbik allt í kringum það, ekkert blómabeð eða hellusteinar eða neitt svoleiðis, á trénu hékk svo skilti með ör á.. blátt með hvítri ör sem gaf til kynna hvorum megin á veginum maður ætti að vera - VÁ only in Turkey - eða hvað... náði því miður ekki að grípa símann og taka mynd af þessu - en vá hvað mig langar að fara að leita að þessu tré og taka mynd!

Annars fer ég að verða ansi þreytt og nánast pirruð á þeim tyrkjum sem eru í kringum mig - aðalega leiðsögumenn sem eru alltaf að tala um að ég þurfi að læra tyrknesku, og ég ætti nú að kunna fleiri orð - þetta letur mig í tyrknesku-náminu ef eitthvað er - þoli ekki þegar fólk er sí-jappandi um hvað því finnst að ég eigi að gera... god history repeating frá Grikklandi... aldrei er ég að tuða í pólverjunum sem vinna á hótelinu að þeir ættu nú að læra meira í íslensku, og þeir búa þó á Íslandi til lengri tíma... djísus sko? Er ég ein um að þetta fari í taugarnar á mér - hvernig myndir þú bregðast við?

laugardagur, 12. júlí 2014

Vafrað í súpermarkaðnum

Er það bara ég eða eru fleiri þarna úti sem finnst gaman að vafra um í súpermörkuðum erlendis?
Þetta er svakalegt hobby hjá mér - gæti eytt heilu klukkutímunum að góna á það sem er í hillunum - og ómerkilegustu vörur verða hinar áhugaverðustu...


Inni í Migros súpermarkaðnum


Bingo baðherbergis og eldhúshreinsir.
Kannski einhverjum í fjölskyldunni finnist þetta líka fyndið

Annars er þýsk vinkona mín að fara að koma til Tyrklands í viku - hún verður mest í Antalya, en hún ætlar annað hvort að koma til Alanya - eða ég skelli mér til Antalya - algjör snilld, ég er ekki búin að hitta hana síðan í Berlín 2010.

Annað er svosem ekki mikið í fréttum, nema ég fór á hárgreiðslustofuna um daginn, sá þá vera að plokka augabrúnir með tvinna þar - eins og maður hefur séð í mollunum í Ameríku, þar sem ég hafði aldrei prófað það þá ákvað ég að skella mér - og það kostaði bara 5 lírur - eða um 265 ISK!! En úff hvað þetta var vont... ái, ekki viss um að ég fari aftur, en jæja ætla að henda mér útí laug - keypti vindsæng um daginn, á eftir að blása hana upp.... 

Heyrumst..

miðvikudagur, 9. júlí 2014

Where are you from?

Algengasta spurningin sem maður er spurður að hér á götum Alanya er; ,,Where are you from?" 
Sjálf er ég komin með algjört ógeð af því að svara henni... farin að snúa útúr fyrir fólki með því að segjast vera ekki héðan, að það skipti ekki máli, nú eða ljúga til um heimaland - spurning hvort ég búi til eitthvað land næst sem er ekki til og sjái hvort ég komist upp með það??
Nei það eru nú kannski ýkjur, ég fór í fyrsta skipti á alvöru djamm hér í borg í gærkvöldi, fór með Anniku og Signe vinkonu hennar á Queens Garden - já þar sem barþjónarnir eru hálf-berir.. þar fengum við okkur nokkra drykki og kíktum svo á Istanbul Club... jeremías - þar var kvenkyns rússneskur table-dansari í þvílíku outfitti og svo hræðilegur dansari - jeremías. Þar lennti ég einmitt í nokkrum tyrkneskum gaurum sem spurðu mig hvaðan ég væri, þar vöru svör eins og skandinavía algeng.. ohh svo hræðilegir þessir gaurar.
Fór svo í fyrsta skipti á ströndina í dag, sama crew og daginn áður og hittum svo barþjónana frá Queens sem eru bestu vinir stelpnanna úr vinninni á ströndinni - en þá hanga þeir mikið á þessari strönd. Við fáum svo ókeypis sólbekki og sólhlífar á þessari strönd þar sem eigandinn þekkir alla í vinnunni.. þar spurði hann mig einmitt hvaðan ég væri, þar ropaði ég útúr mér að ég væri ekki héðan, og væri frá Skandinavíu - honum fannst það nú ekki vera fullnægjandi svar - og fékk ég nánast samviskubit er þau sögðu mér að þetta væri eigandinn - ég reyndist hins vegar hafa lesið rétt í aðstæður þegar hann gaf mig seinna að sér og spurði mig hvort ég vildi vera kærasta eins af staffinu hans - ég hélt nú ekki - þá sagði hann að ég yrði þá að taka hann fyrir kærast - ég hélt nú ekki heldur, fyrir það fyrsta væri hann of gamall fyrir mig. Nei nei, hann væri ekki of gamall, og náði í nafnskirteini því til stuðnings - og hvað ég væri gömul... og hvort ég vildi ekki gefa honum símanúmerið mitt -  as if... ég ráðlagði honum að fá sér tyrkneska kærustu - hann sagðist ekki vilja tyrkneska kærustu, fyrrverandi kærastan hans hefði verið á ströndinni í dag og hann vildi ekki byrja aftur með henni - og hvort við gætum ekki verið vinir... ég hélt nú ekki - að lokum nefndi hann svo að hann ætti konu!
Enda hef ég heyrt um það að það sé gegnumgangandi að tyrkneskir strákar/menn hérna sem eru giftir (oft á tíðum skandinavískum stelpum) eiga svo kærustur (fleirtala) eða hjásvæfur í löngum röðum - enda er þetta svo merkilegt karlkyn að þeir verða að deila gæðum þess á less fortunate hluta heimsins - ég gæti ælt sko...


 Vegna fjölda áskoranna :)

miðvikudagur, 2. júlí 2014

Dónalegasti sölumaður í heimi?

Er enn eina ferðina á höttunum eftir einhverju sem er ekki til - bvlgari hringur með þremur hringjum ofan á! Í leit minni að þessum hring eru viðkomustaðirnir skran-silfur búðir, þær selja eftirlíkingar af úrum, armböndum og hringjum - sumt er úr silfri, annað úr stáli og þar fram eftir götunum. Þær selja einnig gjarnan hálsmen, naflahringi og fleira. Ég gerði þau mistök að ramba á eina slíka búð og spyrja hvort hann væri með hringi til sölu - jú fullt af módelum sagði hann og sýndi mér úr - enga hringi sá ég þar!! Hann lét mig svo máta nokkrar týpur, jú jú sum alveg furðu flottar eftirlíkingar, en svo kom að þeim tíma að ég sagði nei takk, og þakkaði fyrir mig og gerði mig líklega til að ganga útúr búðinni. Hann brást líka svona illa við og spurði; ,,how mutch do you want to pay?" Ég svaraði bara no, thank you, og hann nánast greip í handlegginn á mér er ég var á leiðinni út... og svo hreytti hann útúr sér: ,, You just say thank you? Why were you looking if you do not want to buy?. Þarna fauk í mig og mig rak í rogastans og ætlaði að spyrja hann hvort hann virkilega héldi að ég myndi vilja eiga viðskipti við hann eftir þetta, ég komst þó ekki lengra en; ,,Do you really think..." þá sagði hann mér að fara útúr búðinni: ,,Get out" sagði hann - ég lét ekki segja mér það tvisvar, en samt gargaði hann það á eftir mér skömmu síðar.. ég var og er eiginlega bara í losti skal ég segja ykkur. Og hann var með viðskiptavini inni í búðinni sem voru búnir að versla af honum!! VÁ...

Hringurinn sem mig langar í - nema ekki með steinum (mynd fengin af vefsíðu Bvlgari)

Ps. ef einhverjum langar í Gucci soho disco bag - þá eru þær til hérna í öllum regnboganslitum