Og takk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða..
Vona svo sannarlega að jólin og áramótin hafi verið ykkur ánægjuleg :)
Það má á vissan hátt segja að árið 2012 hafi verið boot-camp í að venja mig af ákveðnum neyslu-venjum, það er að segja að hætta að kaupa mér of mikið af flíkum sem ég í raun kemst ekki yfir að nota.. Vona svo sannarlega að ég hafi náð að temja mér nýjar neysluvenjur á liðnu ári ;)
Svo áramótaheit ársins 2013 verður klárlega að nota fötin mín meira ;) JEY.. ekki leiðinlegt áramótaheit það!
Önnur áramótaheit?
Ég er stanslaust að reyna að bæta mig og temja mér nýja og heilsusamlegri lífshætti, svo það væri ekki úr vegi að huga að því að kaupa sér líkamsræktarkort, spurning hvort ég setji mér fasta líkamsræktardaga - ég er allavega ennþá að standa við gefið áramótaheit fyrir árið 2011, að nota tannþráð 3x í viku og var það sett á fasta daga. Svo kannski ég setji mér fasta líkamsræktardaga?
Áramótaheit 2013
- Taka vítamín daglega
- Þurrbursta húðina 1x í viku (misheppnað áramótaheit frá 2012) *Note to self: setja fastan vikudag á það!
- Stunda líkamsrækt amsk. 2 daga í viku *Fastir dagar; fimmtudagar frá og með 17. janúar
- Lesa að minnsta kosti 6 bækur mér til skemmtunar árið 2013
- Fara ekki útúr húsi ómáluð og án ilmvatns
Hver eru áramótaheitin þín?
Luv,
E
Engin ummæli:
Skrifa ummæli