Sælir kæru vinir,
Get líka státað mig af því að ég fékk fyrstu tvö moskító-bitin;
Og annað á mjöðminni, skildi ekkert hvernig ég gæti hafa fengið það - en svo fattaði ég það, þegar ég er með veskið ská yfir öxlina - þá hefur bolurinn tosast upp og voila - bit.. hitt er ekki eins stórt og er á handleggnum á mér.. jæja best að smyrja sig með flugnabits-kremunum og after-sun. Á morgun: visa-process, ganga meira um miðbæinn og heimsækja Red Tower, eitt af kennileitunum hér í borg: sá það aðeins að utan í dag og fann uppáhaldsstaðina mína hér í bæ, fyrir neðan rauða turninn og á hæð við höfnina - sjá myndir:
Hvað er það svo með turna kennda við liti í borgum sem ég bý í (allavega erlendis) - í Þessalóníku var það white tower, og hérna er það red tower...
Ekki er ég að fara til Kína næst?
Annars er bara allt gott að frétta, létti heilmikið við að fara á þetta námskeið í dag, þetta er ekki eins yfirþyrmandi og áður, er líka búin að fá eina möppu með upplýsingum um hitt og þetta - vann svo í því í dag að henda símanúmerum inní símann minn og fyrst að 19 ára pjakkar geta gert þetta - þá hlýt ég að geta gert þetta... var líka eitthvað svo óhemju þreytt fyrstu dagana hérna - svo virðist sem ég sé loksins að komast yfir það.. og ég er komin með auka-náttborð - heimtaði að fá það frá roomie þar sem hann var með tvö náttborð og beuaty desk... svona er að fá að velja herbergi fyrst - þá velur maður stærra herbergið.. smá house-training framundan með hann....
síðustu 2 daga er ég búin að fara í skoðunar- og verlsunarferð til Manavgat... þar var stoppað á bazar, í textíl-búð og farið í siglingu og stoppað á strönd... eftir það ruslaðist ég í myndatöku fyrir visa-processið sem ég þarf að byrja á að græja í fyrramálið. Það var ekkert smá fyndið, settist niður - frekar sveitt og sjúskuð eftir daginn í sólinni. Ljósmyndarinn smellir nokkrum myndum af, svo býður hann mér sæti við hliðina á sér - á meðan hann photo-sjoppar myndina. Haha... ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið - hann svona líka photo-shoppaði mig, gerði hálsinn á mér mjórri, airbrushaði húðina á andlitinu, roðann, litlu hárin sem stóðu útí loftið útum allt og gerði augabrýrnar dekkri... svo tók hann sólarbletti líka út - pælið í því. Fimmtán mínútum seinna mátti ég svo koma og ná í myndirnar.. og þá fékk ég eina stækkaða mynd í kaupbæti:
Photo-sjoppaða myndin
í dag átti ég svo að fara í sjóræningja-siglingu, það er að segja að læra að vera sjóræningi, en það plan breyttist last minute.. þar sem ég fór á crisis-námskeið með öllu teyminu af áfangastöðunum hérna. Þar var farið í gegnum þá vinnuferla ef upp kæmi jarðskjálfti, flóð eða eldgos (haha Eyjafjallajökul bar meira að segja á góma). Eftir námskeiðið sem var haldið í nágrannabæ Alanya, fórum við öll heim á skrifstofuna og ég og Anna skutluðum út bréfum sem áttu að fara á hótelin - upplýsingar um brottfarartíma á flugum fyrir gesti.
Eftir það var mér gefið það verkefni að röllta um miðbæinn - og kynnast bænum betur, finna pósthúsið, ákveðin kennileiti og finna ákveðnar búðir í bænum, og fara í búðir á litlu göngu-götunum til að forvitnast hvað er í boði og hvað það kostar.. svo ég fór í leiðangur að athuga hvað hlutirnir kosta - og eftir að hafa tekið í höndina á nokkrum búða-hözzlurum, tekið þátt í leiknum; hvaðan kemur þú? Og eftir að hafa logið nokkrum sinnum að ég væri frá Grikklandi... fengið komment um hvað enskan mín væri góð, fengið söluræðu á sænsku og hvað ég væri með falleg augu - nú eða flottan rass í þessum gallabuxum (sem ég mátaði í búðinni), hvort ég vildi ekki adda einhverjum á facebook eða fá mér drykk með hinum. Þá kosta gallauxur 100 tyrkneskar lírur (um 5 þúsund íslenskar) og einn var tilbúinn að selja mér pasmínu-slæðu á 15 lírur - sem er FÁRÁNLEGA ódýrt eða um 800 krónur íslenskar - skil ekkert í mér af hverju ég keypti ekki nokkrar... jú alveg rétt - hann vildi fá koss á kinnina!!
Ekkert var þó keypt af neinum, nema það sem ég fór sérstaklega til að græja, og það var ól á úrið mitt - það sem ég keypti hérna í Alanya fyrir örugglega 12 árum síðan ef ekki meira... og það er örugglega einn af fáum sölumönnum á svæðinu sem jaðraði ekki við að vera uppáþrengjandi... af honum keypti ég svo leður-ól á 25 lírur eða 1.300 ISK - það er geðveikur díll, og þar að auki gat hann sett gömlu festinguna, á nýju ólina - svo það stendur actually DKNY á sylgjunni á ólinni - þeirri sem tilheyrði fyrstu ólinni - eina sem ég feilaði á var að láta þá setja extra gat á ólina. Það er plenty of time fyrir það - haha þessir litlu úlnliðir á mér. Svo spurði úra-gaurinn mig hvað ég ætlaði að gera núna, ég sagðist vera að hugsa um að fara á einhvern stað til að borða - þá ráðlagði hann mér að fara á Ravza, þangað færu tyrkir líka - svo ég fór þangað og þá reyndist það vera uppáhalds veitingastaðurinn minn hérna frá því í gamla daga, nema ég vissi aldrei hvað hann hét fyrr en núna - áður var hann bara guli veitingastaðurinn :) Og viti menn það eru ennþá gulir stólar á veitingastaðnum... þá er staðurinn búinn að flytja og ég spurði þjónana hvort þetta væri staðurinn sem hefði verið hinum megin við götuna - og jú jú... þeir voru frekar ánægðir með mig þar, viðskiptavininn sem kom aftur eftir 10+ ár. Annars er bærinn búinn að breytast heilmikið frá því ég kom hérna síðast, það er meira af búðum og stærri keðjum, og meira af svona skran-búðum og færri skargripaverslanir en áður... kreppan hefur víst komið hingað eins og annars staðar.
Nýja leður-ólin og roðinn sést smá!!
Get líka státað mig af því að ég fékk fyrstu tvö moskító-bitin;
Og annað á mjöðminni, skildi ekkert hvernig ég gæti hafa fengið það - en svo fattaði ég það, þegar ég er með veskið ská yfir öxlina - þá hefur bolurinn tosast upp og voila - bit.. hitt er ekki eins stórt og er á handleggnum á mér.. jæja best að smyrja sig með flugnabits-kremunum og after-sun. Á morgun: visa-process, ganga meira um miðbæinn og heimsækja Red Tower, eitt af kennileitunum hér í borg: sá það aðeins að utan í dag og fann uppáhaldsstaðina mína hér í bæ, fyrir neðan rauða turninn og á hæð við höfnina - sjá myndir:
Útsýni yfir höfnina
Gekk meðfram þessum múr - einn af uppáhalds-stöðunum mínum so far
Rauði turninn
Hvað er það svo með turna kennda við liti í borgum sem ég bý í (allavega erlendis) - í Þessalóníku var það white tower, og hérna er það red tower...
Ekki er ég að fara til Kína næst?
Annars er bara allt gott að frétta, létti heilmikið við að fara á þetta námskeið í dag, þetta er ekki eins yfirþyrmandi og áður, er líka búin að fá eina möppu með upplýsingum um hitt og þetta - vann svo í því í dag að henda símanúmerum inní símann minn og fyrst að 19 ára pjakkar geta gert þetta - þá hlýt ég að geta gert þetta... var líka eitthvað svo óhemju þreytt fyrstu dagana hérna - svo virðist sem ég sé loksins að komast yfir það.. og ég er komin með auka-náttborð - heimtaði að fá það frá roomie þar sem hann var með tvö náttborð og beuaty desk... svona er að fá að velja herbergi fyrst - þá velur maður stærra herbergið.. smá house-training framundan með hann....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli