föstudagur, 16. maí 2014

Hræðilegir dagar

Jeremías hvað ferðadagurinn var erfiður, vaknaði kl. 3.20 að íslenskum tíma á fimmtudagsmorgun - og lagði af stað útá völl um 4.30 - en elskan hún mamma var svo væn að skutla mér útá völl. Fyrsta stopp: Kaupmannahöfn - með Wow - en það var bara ekkert að því flugfélagi, eins og það eru margir búnir gagnrýna það í gegnum tíðina. Allavega aftur að ferðalaginu, þar fór ég af vélinni, náði í töskuna mína og gegnum tollinn, tékkaði töskuna inn - alla leið til Antalya og fór í gegnum security í annað skiptið... millilenti svo í Istanbul - hélt að þar myndi ég sleppa við að fara í gegnum security þar sem ég var búin að græja töskuna alla leið til Antalya, - nei þriðja skiptið í gegnum securtity - og týndi næstum því úrinu mínu í öllum hamaganginum til að ná tengifluginu.
Lennti svo í Antalya um 20.30 og út - þar sem það beið mín maður með nafnið mitt ritað á skilti - vá hvað mér leið important, svo birtust tvær sænskar stúlkur þar að auki til að taka á móti mér.. mér var svo skellt uppí bíl sem keyrði með mig í tæpa tvo tíma þar sem Jenni - átti að taka á móti mér (nota bene Jenni er finnsk stúlka). Auðvitað skoluðust fyrirmælin eitthvað til og driverinn skutlanði mér á skrifstofuna en ekki í húsið sem ég bý í - svo á skrifstofunni voru einhverjir tyrkneskir strákar sem vissu ekkert hver ég væri, eða hvar ég ætti að búa - þeir hringdu í guide í Side - sem hélt að ég væri ferðalangur sem vissi ekki á hvaða hóteli ég ætti að vera - sú hringdi svo í Jenni, sem kom á bíl og sótti mig á skrifstofuna, en hún hélt að mér yrði skutlað í íbúðina en ekki á skrifstofuna. Á þessum tímapunkti var klukkan um 21.00 að íslenskum tíma og ég því búin að vera í flugvél, á flugvelli eða í bíl í um 14 og hálfan klukkutíma - og bara dottað af og til inná milli í vélunum, illa nærð í þokkabót - þarna var algjör lágpunktur dagsins - og langaði helst til þess að grenja! En heim til mín komst ég til þess að komast að því að ég bý með 19 ára strákpjakka frá Danmörku sem kann ekki að vaska upp.

Dagurinn í dag var ekki mikið skárri - því ég prinsessan gat nánast ekkert sofið þar sem rúmið mitt var svo hart, og svo var mér svo kalt því dulan sem ég fékk var svo þunn. Svo ég gafst upp á því að reyna að sofa og fór því í gönguferð í leit að morgunmat og hraðbanka í grennd við íbúðina (sem ég er ennþá ekki búin að asnast til að finna út hvað heimilisfangið er á) því hér eru allar götur og hús illa merkt - og maður veit sjaldnast hvar maður er staddur. Var svo sótt af stelpunum kl. 10.50 og fór ég með þeim í hótel heimsóknir.. jeremías hvað dagurinn var langur, við heimsóttum hvert hótelið á fætur öðru, fórum í hádegismat, á skrifstofuna, niðrí bæ á basarinn - þar sem ég krækti mér m.a. í hærðatré - jibbí hvað litlir hlutir geta glatt mann. Fórum svo aftur í hótel-heimsóknir og brunuðum á milli hótela til kl. 19.30 - þá var allur vindur úr mér - núna er klukkan að verða 22 og ég er að bíða eftir heimsendingu á Mc Donalds - ég orkaði hreinlega ekki meira... eftir þetta; fara að sofa með teppið sem nágranni minn lánaði mér ;) Takk Stína

Engin ummæli:

Skrifa ummæli