þriðjudagur, 27. maí 2014

Spítaladvöl

Sælir kæru vinir og afsakið fjarvistina,

þær gætu þó samt orðið margar í náinni framtíð þar sem það verður alveg crazy að gera hjá mér frá og með fimmtudeginum - þegar íslendingarnir loksins mæta á svæðið.

En ég er s.s. búin að vera á spítala í 2 nætur - var heima síðustu nótt - fékk einhverja svakalega sýkingu í meltingarfarveginn, svo ristillinn var bólginn og einhver level sem eiga að vera max 5, voru komin í 280 takk fyrir - þau lækkuðu svo niður í 174 á degi tvö og þegar þeir útskrifuðu mig af spítalanum var ég komin í 116 og á að taka sýklalyf og minerals sem mig vantar 2x á dag í viku. En magnið af sýklalyfjum og vökva sem þeir dældu í mig á spítalananum, það var með ólíkindum - var skíthrædd að fara heim og taka bara 2 töflur á dag í staðinn fyrir að fá marga poka beint í æð af gulu hressingarmeðali. Og hvað ég var þakklát þessum læknum og hjúkrunarkonum sem gerðu þó miklu meira veður útaf 6 cm blöðru á eggjastokknum á mér heldur en sýkingunni - og hvort ég vildi bara ekki endilega skella mér í aðgerð.. hélt nú ekki. Svo kom kvensjúkdómalæknirinn að tala við mig, og hvort ég vildi ekki fara í aðgerð, og hvort ég hafi farið í svona aðgerð áður jú jú mikið rétt... og hvaða lyf ég væri að taka við þessu - því það væri klárlega ekki að virka - feilaði alveg að spyrja hann hvaða meðölum hann mælti með :)

spítala selfie

Það var ekki að spyrja að því - þau á skrifstofunni vildu fá mig í vinnuna allan daginn - ég þvertók fyrir það - en var þó lengur en ég ætlaði (hluti af tímanum var hádegismatur sem ég borðaði 1/3 af - og það sem var forréttur) en ég er útblásin af lofti og lít út fyrir að vera komin á þriðja mánuð. Eftir að hafa farið yfir hina ýmsu vinnuferla í vinnunni ásamt því að fá nokkrar gerðir af uni-formum, bakpoka og litla hliðartösku, þá rauk ég beinustu leið í strákana í skoðunarferðadeildinni og sagði að ég yrði að komast í hamam í dag - svo þar er för minni núna heitið - eftir stutt stopp í apótekinu í leit að svefn-maska. En í hamam er maður skrúbbaður frá toppi til táar, og maður fær nudd - maganum á mér veitir ekki af því get ég sagt ykkur.

Er loksins orðin frekar spennt yfir hlutunum, en þegar ég vaknaði í morgun langaði mig bara beinustu leið heim til Íslands - eftir spítaladvöl - og með útblásinn maga er maður ekki sá allra hressasti.

Alex, ein af skandinavísku guidunum mun svo koma til með að vera mér til halds og trausts fyrstu vikuna - og ef ég á bara ekki að fá eigin bíl til að nota í vinnunni... ætla nú ekki að taka því sem granted... og ég á eftir að keyra hérna, en flautan og ég erum góðar vinkonur svo ég vona bara að ég verði fljót að aðlagast bílnum.

Farin í hamam, eða kannski ég dýfi litlu tánni í sundlaugina hérna fyrir utan fyrst - kannski

kv.
Elín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli