sunnudagur, 18. maí 2014

Dagur 3 og 4

Sælir kæru vinir,

það er alltaf eitthvað nýtt og merkilegt að gerast hérna í Alanya..
Í gær laugardag, var mér hennt upp í rútu til Dim hellisins og Dim fljótsins - þar sem ég var í kynnisferð ásamt annari finnskri stúlku - og áttum við að læra af henni Önnu (sænsk-tyrknesk) sem var að fara með hóp sænskra farþega í skoðunarferð - við finnska stelpan tókum glósur hægri og vinstri inn á milli þess sem við stoppuðum í ávaxtagarði og fengum okkur handtýnda ávexti og appelsínusafa og banana - en ótrúlegt að það sé bara hægt að keyra 30 mínútur út fyrir borgina og vera komin í aldingarð appelsína og banana... mjög gaman að fá að skoða þetta - og tala nú ekki um ef ég fæ að fara þarna með íslendinga í sumar.

Þegar við komum aftur í bæinn úr skoðunarferðinni fórum við fjórar saman í heimsókn á ný-uppgert hótel í jaðri bæjarins og fengum að skoða herbergi og upplýsingar um hvaða þjónusta væri í boði á hótelinu þar sem gestir frá okkur koma til með að gista þarna í næstu viku.

Að kvöldi laugardags var mér nóg boðið - ég hreinlega yrði að fá að hitta yfirmennina mína hérna, ekki vildi betur til að ég var tekin á teppið fyrir utan skrifstofuna af einhverjum Tyrkjanum fyrir að vera ekki byrjuð á bláu-bókar umsóknarferlinu - en það er einskonar staðfesting á work permit. Ég svaraði því til að ég væri ekki ennþá búin að hitta superviserana en aðra þeirra hitti ég loksins þetta sama kvöld, vá þvílíkur léttir, var búin að vera eitthvað svo týnd í þessu öllu saman - en hún svaraði öllum spurningunum sem brunnu á mér þá stundina og ég fékk sim-kortið sem ég kem til að nota þegar ég fæ símann - þá fór ég og ein önnur sænsk stúlka í mission á eitt hótelið með skilaboð til gesta og þá var verkum okkar lokið það kvöldið um kl. 20.00. En guð minn góður þegar ég fer að keyra bíl hérna - JEREMÍAS - Tyrkir keyra út um allt á veginum, á miðjunni, leggja í vegkantinum þar sem á ekki að leggja, tveir til þrír bílar eru svo hlið við hlið á gatnamótum, allir að beygja í sömu áttina þar sem er bara gert ráð fyrir einni akgrein. Og svo bætast við skellinöðrur við þetta allt saman.

Þar sem það var komið á þriðja dag og ég ekki ennþá búin að hafa tækifæri til að röllta niðrí bæ - þá ákvað ég að núna yrði því komið í verk auk þess sem ég varð að leita að ljósmyndastofu til að láta taka myndir af mér fyrir bláu-bókar umsóknina. Ljósmyndastofan fannst nú ekki - en rakst hins vegar á minn fyrrverandi - standandi úti á götu að reyna að veiða túrista inn til að verlsa af sér. Seasonið hjá honum fer víst eitthvað hægt af stað, sem er víst það sama og er að gerast hjá okkar gestum - þeir eru sem sagt ekki duglegir við að kaupa sér töskur, skó né að fara í skoðunarferðir. Náði nú annars ekki mikið að tala við hann þar sem hann er að vinna til hálf eitt öll kvöld/nætur - og byrjar kl. 9 á morgnana, og fær enga frídaga. Hvað er ég að væla með mína 5 frídaga í mánuði - svo var ég að tala við kollega mína - þá safnar maður líka 2 frídögum á mánuði - eins og heima, svo ég get búist við því að safna þannig 8 frídögum ofan á hina frídagana mína, svo er spurning hvenær ég get tekið þá og hversu marga í röð. Spurning hvort maður skelli sér til Istanbul í einhverju fríinu ef Berat vinur minn getur tekið á móti mér :) Eða kannski maður tjilli bara við sundlaugina sem er fyrir utan íbúðina okkar:

Sundlaugin séð útum herbergis-gluggann minn


Í dag fór ég svo í köfunarferð - nema hvað ég kafaði samt ekki - eftir eyrna-ævintýrið á Grikklandi þá læt ég það vera og snorklaði í staðinn, og flatmagaði í sólbaði á dekkinu á bátnum... ekki ólíkt þessu hjá okkur Sigga - en þarna löbbuðu kafararnir útaf einskonar planka en þurftu ekki að láta sig detta aftur á bak! Er með pínu sjóriðu eftir volk dagsisns, þó það hafi nú í raun bara rétt verið silgt út fyrir höfnina og akkerum varpað þar. Er pínu rauð þrátt fyrir að hafa makað mig með sólvarvörn nr. 30 - svo ég fann kaupmanninn á horninu og fékk aloe-vera after sun hjá honum - sjáum til hvort hann verði með einhverjar kröfur á mig að kunna tyrknesku eftir nokkra mánuði eins og gríski kaupmaðurinn á horninu á Kassandrou - talandi um - er ennþá ekki búin að finna út hvert heimilisfangið mitt er hérna heima. Allavega... svo hitti ég strákinn sem ég deili íbúðinni með: Nikulás - rauðbirkinn ungur drengur frá Danmörku - sem er búinn að lita hárið á sér svart eins og Ásgeir Kolbeins, er bara ekki frá því að þeir gætu verið eitthvað skyldir, það er allavega eitthvað líkt með þeim. En Nikulás var ekki lengi að lýsa því yfir hvað hann væri ánægður með að fá mig sem room-mate, þar sem ég gæti farið að elda fyrir hann - ég hló hátt og snjallt og sagðist vera algjörlega ónothæf í eldhúsinu... þetta var ekki lengi að dreifast til allra sem vinna hérna með okkur - og núna er hann að elda kjúkling fyrir okkur sem ég keypti á markaðnum - komst bara að því áðan að yfirbyggða markaðstorgið með grænmeti, fisk og kjöt er beint á móti húsinu okkar.. markaðurinn sem mamma var svo yfir sig hrifin af fyrir einhverjum árum síðan - ekki undra að ég skyldi ekki þekkja hann - því þá notuðumst við við annan inngang - enda komum við úr annarri átt í það skiptið. Magnað hvað ég er búin að renna fram hjá mörgum kunnuglegum stöðum þessa síðustu daga, sumir kunnuglegri en aðrir... enda hef ég gist um þessa borg þvera og endilaga á mismunadi hótelum og íbúðum. Til dæmis búin að brýna það ítrekað fyrir Nikulási að passa sig að loka svala-hurðinni sérstaklega vel þar sem ég hef verið í íbúð sem var rænd í gegnum svaladyr - og það var á þriðju hæð ef ég man rétt, núna er ég á 2 hæð - en það voru reyndar stór tré fyrir utan þá íbúð sem var rænd - en það er sama. Ætla sko ekki að standa í því takk fyrir...

Jæja ætla að setjast með roomie og borða saman - ætli ég verði ekki að taka mig saman í andlitinu og actually elda við tækifæri - ég er bara ekki frá því... annars er ég mjög dugleg á þvottavélavakt ;)

Fæ kannski sím-tæki í kvöld og svo fékk ég möppu svo ég get farið að stússast í að læra eitthvað af viti ;)



1 ummæli:

  1. Elsku vinkona. Frábært að geta fylgst með þessu ævintýri þínu svona svo vert dugleg að blogga og FLEIRI MYNDIR TAKK!!!
    Skemmtu þér ógeðslega vel, kv þín vinkona Sigga (yfirkafarinn ógurlegi hahahah... :) )

    SvaraEyða