Mér datt í hug að gera smá samantekt af því sem ætti vað vera til í fataskápum allra kvenna.. Hver og ein ætti svo að taka inní myndina hvers konar flíkur henta hennar vexti og auðvitað sínum fatastíl.
En hérna kemur hinn ótæmandi listi;
Veski:
Hver kona ætti að minnsta kosti að eiga 4 veski, eitt stórt hversdagsveski, minna hversdagsveski, lítið kokteilveski og eitt sumarveski (ljóst eða í hressandi lit eins og er svo mikið inn núna). Annað hversdagsveskið ætti að vera vandað og klassískt, þú ert jú með það við allar flíkurnar þínar og notar það nánast á hverjum degi.
Kokteil-veski frá Alexander McQueen - sá svona á netinu DIY um daginn, svo um að gera hugsa út fyrir boxið
Yfirhafnir;
Eina þykka sparikápu, einn leðurjakka, dúnúlpu fyrir veturinn, sumarjakka fyrir sumarið, einn sparilegan blazer jakka og eina þunna kápu (ef til vill trench coat).
Trench coat, mynd fengin að láni héðan
Skór;
Jey, uppáhalds viðfangsefnið mitt ;) Stígvél, allar konur ættu að eiga að minnsta kosti tvenn stígvél, ein með háum hæl og ein með lágum (eða nánast engum hæl). Svartir klassískir hælaskór eru líka möst, eitt par af hælaskóm með lágum hæl gæti líka verið praktískt. Eitt par af hælaskóm í ljósum lit og svo eitt par af hælaskóm í áberandi lit, sem getur poppað upp hvaða svarta kjól sem er. Svo er möst að eiga eitt par af góðum götuskóm/strigaskóm - mig er farið að dreyma um smart götuskó með engum hæl, sem eru ekki strigaskór. En ég er ennþá soldið föst í strigaskónum.
Svartir klassískir skór frá Marta Jonsson
Buxur;
Mitt uppáhald eru gallabuxur, þarf að minnsta kosti að eiga þrjár svoleiðis, mín ultimate samsetning væri; eitt stk. bláar boot cut buxur, eitt stk. bláar niðurþröngar buxur og eitt stk. svartar niðurþröngar sem er hægt að dressa upp og niður (eftir því hvort þú ferð í götuskó við þær, stígvél eða poppuðu hælaskóna í áberandi litnum)
Svo held ég að maður komist upp með að eiga svo bara eitt stk. svartar sparibuxur (eða í öðrum lit í stíl við blazer jakkann).
Svartar niðurþröngar gallabuxur dressaðar upp og niður, mynd héðan
Pils;
Ég er ekki mikil pilsa manneskja, og lifi því í þeirri trú að maður komist vel af með því að eiga tvö pils, eitt hversdags og annað spari (í mínu tilfelli myndi ég velja mér svokallað pencil pils sem spari).
Hérna er skvísa í svona pencil skirt, mynd fengin héðan
Kjólar;
The little black dress, litli svarti kjóllinn er sá kjóll sem mér kemur fyrst í hug... ekki spurning það verða allir að eiga einn svoleiðis. Hann veðrur helst að vera mjög plein og klassískur, svo hægt er að pússla honum saman við mismunandi skó, skartgripi, og ólíkar yfirhafnir. Ég velti því svo fyrir mér hvort það sé virkilega hægt að komast af með aðeins einn kjól í fataskápnum? Jafnvel bara, en myndi mæla með að eiga einn annan svartan, einn í fallegum lit sem klæðir þig vel (hvort sem það er ljós eða dökkur litur) og svo einn sumarkjól.
Mynd fengin að láni héðan
Bolir/toppar/peysur;
Hvít skyrta er algjör skyldu eign, nokkrir casual stuttermabolir í mismunandi litum (því minni merkingar og mynstur því klassískara), 2-3 mismunandi blússur sem henta þínum líkamsvexti (alls ekki allar svartar). Tvær til þrjár peysur, eina þykka kaðla-peysu, þær detta aldrei úr tísku og eina með v-hálsmáli sem þú getur notað yfir skyrtu.
Mynd af Söru Vichers í peysu og skyrtu - mynd fengin að láni héðan
Aukahlutir og skart;
Allar konur ættu að eiga ágæta blöndu af fínlegum og grófum skartgripum, en allt vandlega valið út frá því hvað passar hverri og einni. Persónulega vil ég frekar gæði umfram magn, og vill því frekar eiga færri skartgripi (en á móti dýrari) úr silfri og vandaða hönnun frekar en ódýrt trend sem er í tísku akkúrat í dag. Það er þó auðvelt að gera feil hérna og kaupa sér dýran hlut sem er samt bara í tísku í eitt season - úff.. það er algjört turnoff. Sömuleiðis fer það rosalega í taugarnar á mér þegar önnur hver manneskja er með eins skart og ég á. Það er heldur ekki skemmtilegt. Einnig er ég soldill succker fyrir úrum - myndi segja að 2 væru nóg?
Hérna er svo rúmlega 1 mínútu langt myndband um stílíseringu skartgripa
Og þar með er það upptalið... ætla ekki að fara að tíunda upp hvaða náttföt þú þarft að eiga eða líkamsræktarfatnað... því eins og allir jú vita er best að sofa nakinn og stunda sjósund!
Luv,
E
Ps. ég á alltof mikið af fötum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli