mánudagur, 7. maí 2012

Goodies in the closet

Nú kom sér aldeilis vel að vera búin að safna dóti í skápinn! Það er nánast undantekningarlaust þannig þegar ég kem frá útlöndum, og þá sérstaklega frá Ameríku; að ég missi mig örlítið í búðunum og kaupi hluti eða vörur sem mig vantar ekki beinlínis, en gæti farið að vanta bráðlega, eða ég veit að mig mun vanta á komandi tveimur árum eða svo. Þetta getur verið allskonar varningur, sérstaklega á ég til að yfirbyrgja mig af stuttermabolum, gallabuxum og snyrtivörum. Þetta hefur svona líka komið í ágætis þarfir síðustu vikuna, þegar það helltist yfir mig óstjórnanleg löngun til að fara til útlanda.. Þegar það reyndist svo ekki mögulegt, þá teygði ég mig bara inní fataskáp, náði í svo til ónotaðar gallabuxur (já ég er sek - ég gleymdi þeim), ónotað belti og opnaði ilmvatnsglas úr seinustu ferð. Þetta allt saman hafði þessu líka fínu hressingar-áhrif og mér leið eins og nýslegnum túskildi í nýjum fötum og með nýjan ilm, tilbúin til að grípa þennan líka fína vordag sem var þann daginn! 
Í gærdag blasti svo við annars konar uppákoma, makeup-hyljarirnn minn kláraðist! Klix, klix og svo var ekkert hægt að kreista úr honum meira! Systa hafði einmitt varað mig við þessu með pennann (það sést jú ekki hversu mikið/lítið er eftir í honum), hún á venjulega tvo, einn í notkun og annan á kantinum til vara ef hinn skyldi klárast.  Ég fór því að ráðum hennar fyrir rúmu ári á tilboðsdögum í Debenhams og keypti vara-penna.. hehe nánst eins og að eiga varadekk í skottinu... svo ég þurfti bara að gramsa smávegis á lagernum og voila, komin með nýjan penna og ég þurfti ekki að mæta með bauga í vinnuna!
Ég held ég noti undragripinn samt ekki jafn mikið og systa, en gæti þurft að fjárfsesta í nýjum penna kannski 2014/2015 og henda í "vöru-lagerinn" og eiga til góða :)

Undrapenninn góði frá Sensai/Kanebo


Ég held að ég eigi þó ekki eftir að verða uppiskroppa með gallabuxur eða t-shirts á næstunni :)

Luv,
E

Engin ummæli:

Skrifa ummæli