mánudagur, 14. maí 2012

Haul addiction

Ég hef stundum haft það á orði hvað það sé lítið fíkils-gen í mér... hef aldrei verið fíkill í mat, áfengi, lyf né líkamsrækt. Ég held að það hafi breyst, og ég sé komin með fíkn, og það í Haul myndbönd á Youtube.

Ég er ekki viss um að ég hafi sagt ykkur að ég rambaði inná alveg nýtt "cult" á Youtube fyrir nokkrum mánuðum, þegar ég var að leita að myndum og hugmyndum fyrir make-overið á svefnherberginu mínu. Það var svo inni á Youtube að ég rakst á svokallaða "room-tour's", það er þegar fólk (nb. aðalega stelpur) gengur með video-vél um herbergið sitt og sýnir á netinu. Út frá því komst svo "the naive me" að því að það er hellingur af fólki - aðallega stelpur undir 25 ára sem halda úti rásum á Youtube. Flestar rásanna eru tileinkaðar einhverju ákveðnu þema sem stelpurnar hafa áhuga á, til dæmis snyrtivörum. Stelpurnar taka svo upp myndbönd og setja inn á rásina sína þar sem þær gagnrýna snyrtivörur sem þær hafa nýlega keypt eða sýna áhorfandanum hvernig eigi að mála sig á einhvern ákveðinn hátt. Sumar þessara rása virðast hins vegar ekki vera tileinkaðar neinu sérstöku áhugamáli og virðast stelpurnar pósta inn allskonar færslum um allt og ekkert. Ein tegund af þessum myndböndum kallast "haul" og þá sýna stelpurnar það sem þær voru að kaupa, hvort sem það eru snyrtivörur eða föt og gefa komment um vöruna, segja svo gjarnan hvað þeim finnst og hvað varan kostaði. Ég er eiginlega ennþá í sjokki yfir þessari tegund myndbanda, finnst ég hálfparinn vera komin út fyrir einhver mörk og innfyrir persónulegt svið annarar manneskju sem ég þekki ekki neitt. Finnst í rauninni að raunveruleika sjónvarp hafi færst á nýtt level, hreinlega. Sumar stelpurnar hafa haldið úti rás í nokkur ár, og auðvitað hafa þær elst og þroskast í gegnum tíðina, og virðast sumar rásirnar hafa þróast útí einskonar para-rásir, kærastinn er kynntur til sögunnar á rásinni þeirra, í sumum tilfellum er farið í gegnum allt ferlið við að plana brúðkaupið þeirra og fer svo útí einskonar newly weds sjónvarpsþátt, þar sem pörin taka uppá símann sinn hluti sem það gerir í einn dag/eða á nokkurra daga tímabili - klippir svo þátt saman og skellir inná rásina.
Ég er officially hooked og orðinn fíkill.

Stoltur skó-hauler af youtube.


Mæli með því að þið sláið inn eftirfarandi orð inná Youtube og tékkið á þessu;

- Haul
- Room tour
- Unboxing
- May favorites (getið líka sett annan mánuð heldur en maí)

Ætla ekki að eyðileggja fyrir ykkur upplifunina af fyrstu myndböndunum ykkar, því þau sem ég sá fyrst voru sum hver óborganleg, deili þeim með ykkur við tækifæri. Þið getið svo bætt við nafninu á uppáhaldsbúðinni ykkar og hvað haulerarnir hafa verið að versla þar uppá síðkastið.
Ég velti svo fyrir mér af hverju ég er orðin svona sjúk í þessi myndbönd, ætli það hjálpi mér í fatainnkaupa-banninu að horfa aðra á Youtube versla? Mér blöskrar nú eiginlega þessi menning, fékk samt sjálf nostalgíukast þegar ég heyrði skrjáfið í poka sem einn "haularinn" var að sýna á rásinni sinni, og mundi allt í einu hvað það er gaman að koma heim eftir vel heppnaða verslunarferð og taka varninginn úr pokanum í fyrsta skipti.

En það er spurning hvort að ég fari að hætta að skrifa inn blog-færslur og vari að video-blogga?

Luv,

E

Ps. endilega póstið í kommentum ef þið finnið eitthvað sniðugt haul eða eitthvað annað myndband sem þið mynduð vilja deila með mér ;)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli