fimmtudagur, 31. maí 2012

7 tricks for the perfect wardrobe

Ég rakst á þessar gullnu reglur inni á femin.is:

1. Farðu í gegnum fataskápinn þinn og skrifaðu niður hvað þig vantar. Að útbúa fatainnkaupalista og kaupa útfrá honum heldur þér einbeittri og getur komið í veg fyrir að þú kaupir hluti sem þú ætlaðir alls ekki að kaupa.

2. Keyptu bestu gæði sem þú hefur efni á. Fötin munu endast lengur og eru yfirleitt betri í sniðinu.

3. Keyptu föt í klassískum stíl. Klassískur stíll stenst tímans tönn og fer aldrei úr tísku.

4. Blandaðu og raðaðu fötunum þínum saman. Ef þú velur fötin skynsamlega, kemstu langt með lítið magn. Fimm vel valdar skyrtur sem þú getur klæðst saman avið tvennar mismunandi buxur, það gefur þér 10 "sett" í allt. Tvær skyrur og tvennar buxur munu gefa þér tvö sett til að klæðast í.

5. Keyptu föt í þremur til fimm litum sem að þér finnst klæða þig best og sem passa vel saman. :etta mun ekki aðeins gera þeir kleift að blanda fötunum saman, það mun einnig minnka þörfina fyrir að kaupa fylgihluti, svo sem skartgripi og slæður sem að passa við fötin þín.

6. Keytpu þér frekar föt í einum lit, en föt með munstri. Einföld og einlit föt eru miklu klassískari en föt með munstri og eru ekki eins áberandi. Þú getur þar af leiðandi klæðst einlitum fötum lengur en þeim munstruðu (fólk heldur þá að þú eigir fleiri föt en þú átt í raun og veru).

7. Keyptu föt á útsölu þegar þú getur. Þú getur keypt þér dýru merkjavörurnar á útsölu á góðu verði. Mundu bara að kaupa klassísk föt sem þú getur notað lengi.

Það að klæða sig fallega, þarf ekki að kosta hvítununa úr augunum. ef að þú tekur þér smá tíma til að skipuleggja hvað þig vantar í fataskápinn og ef að þú lítur á fötin þín eins og fjárfestinu, þú vilta að lítið verði meira. Þú getur líka látið líta út fyrir að þú eyðir miklu í föt, með því að æfa þig í að setja saman fötin sem þú átt í fataskápnum í mismunandi samsetningar.

Mynd fengin að láni héðan


Hérna koma svo mínar fataskápsreglur - pínu inspereraðar af þeim hérna fyrir ofan; (held að ég hafi póstað einhverju svipuðu áður):

1. Farðu í gegnum fataskápinn þinn. Henntu því sem þú passar ekki lengur í og er orðið sjúskað og ljótt. Búðu svo til lista yfir hvað þig raunverulega vantar (hér má styðjast við Wardrobe Staples færsluna mína frá 8.5.2012).

2. Skipulagðu fataskápinn þinn, litaraðaðu, flokkaðu, raðaðu. Auðveldur aðgangur að flíkum auðveldar notkunina á þeim.

3. Keyptu vandaðar og dýrari flíkur í einlitum og klassískum stíl, sem munu þar af leiðandi endast lengi.

4. Eyddu litlum pening í tískubólur hverrar árstíðar, og ekki kaupa fleiri en 2 flíkur (líka möst að þær séu ódýrar) sem þú veist að verður dottin úr tísku eftir 3 mánuði.

5. Gerðu góð kaup á útsölum, á klassískum flíkum - reyndu að forðast að kaupa tískubólu-fötin um leið og þau eru að detta úr tísku.

Mundu að minna er meira ;)

Luv,
E


mánudagur, 28. maí 2012

So stolen

Vá hvað maður er orðinn góður í að spotta suma hluti, sá þetta myndband hér:


Emilia - Shtom taka go iskash

Lookið hennar er svo stolið frá þessum tímarita forsíðum 2011 - sem eru stolnar frá hver annari;

Fire

Vogue

Marie Claire 


Svona er maður með gott auga,

Luv,
E

föstudagur, 25. maí 2012

Mr. Perfect

Rakst á þetta lag og þarf auðvitað ekki að taka það fram að mér finnst það æði;

Helena Paparizou - Mr. Perfect

You don't have to be Mr. Perfect - but you better be close.

Það er alveg sama hvað það er, hvort sem um er að ræða tónlist, matur eða karlmenn.. þá er það betra frá Grikklandi.

kv.
E

mánudagur, 21. maí 2012

Kaupgleði

Það er spurning, næst þegar ég fæ crave í eitthvað og langar að kaupa mér eitthvað sem er á "bannlistanum" - hvort ég ætti að kaupa smátt og smátt hluti fyrir svefnherbergið mitt? 

Hef t.d. verið mikið að skoða náttborðslampa online uppá síðkastið

Elin lampi úr Byko á 3.555 ISK (já hann heitir ELIN í alvörunni)




Arstid lampi frá Ikea - 3.790 ISK



Finnst hugmyndin soldið góð að geta tosað í svona keðju til að kveikja og slökkva á lampanum, frekar heldur en að finna on and off takkann á snúrunni. Er samt soldið tvístígandi með að kaupa hluti strax þegar "the big concept" er ekki komið ennþá.

Bjartar kveðjur,
E

laugardagur, 19. maí 2012

Grandmother Pop

Held að ég sé búin að finna ömmu poppsins í "Balkaníu":

Neda Ukraden - Na Balkanu

Þetta hér toppar svo allt:


Neda Ukraden feat. Clea og Kim - Nije to dobro (girls night)


Góða skemmtun í kvöld kæru vinir,
og ekki gleyma að halda áfram að vera gordjöss óháð aldri.

Luv,
E

föstudagur, 18. maí 2012

Cheryl Bangs

Er ekki kominn tími á smá warm-up fyrir Euro?

Þetta myndband er alveg þrusu-flott.. enda eitthvað annað erfitt með þvílíkri ofur-skutlu eins og Cheryl Cole í fararbrotti;

Cheryl Cole - Call my name


Ekki beint í black and white þemanu, eða jú hún er í svart-hvítu dressi á einu skoti í myndbandinu - annars er þetta algjör neon lita-bomba.. alveg í litum sumarsins 2012 - þetta lag fer allavega klárlega á lagalistann fyrir EURO!

See ya,
E

Ps. þessi klipping er soldið flott á skvísunni.. bara ef ég gæti verið með bangs!

mánudagur, 14. maí 2012

Haul addiction

Ég hef stundum haft það á orði hvað það sé lítið fíkils-gen í mér... hef aldrei verið fíkill í mat, áfengi, lyf né líkamsrækt. Ég held að það hafi breyst, og ég sé komin með fíkn, og það í Haul myndbönd á Youtube.

Ég er ekki viss um að ég hafi sagt ykkur að ég rambaði inná alveg nýtt "cult" á Youtube fyrir nokkrum mánuðum, þegar ég var að leita að myndum og hugmyndum fyrir make-overið á svefnherberginu mínu. Það var svo inni á Youtube að ég rakst á svokallaða "room-tour's", það er þegar fólk (nb. aðalega stelpur) gengur með video-vél um herbergið sitt og sýnir á netinu. Út frá því komst svo "the naive me" að því að það er hellingur af fólki - aðallega stelpur undir 25 ára sem halda úti rásum á Youtube. Flestar rásanna eru tileinkaðar einhverju ákveðnu þema sem stelpurnar hafa áhuga á, til dæmis snyrtivörum. Stelpurnar taka svo upp myndbönd og setja inn á rásina sína þar sem þær gagnrýna snyrtivörur sem þær hafa nýlega keypt eða sýna áhorfandanum hvernig eigi að mála sig á einhvern ákveðinn hátt. Sumar þessara rása virðast hins vegar ekki vera tileinkaðar neinu sérstöku áhugamáli og virðast stelpurnar pósta inn allskonar færslum um allt og ekkert. Ein tegund af þessum myndböndum kallast "haul" og þá sýna stelpurnar það sem þær voru að kaupa, hvort sem það eru snyrtivörur eða föt og gefa komment um vöruna, segja svo gjarnan hvað þeim finnst og hvað varan kostaði. Ég er eiginlega ennþá í sjokki yfir þessari tegund myndbanda, finnst ég hálfparinn vera komin út fyrir einhver mörk og innfyrir persónulegt svið annarar manneskju sem ég þekki ekki neitt. Finnst í rauninni að raunveruleika sjónvarp hafi færst á nýtt level, hreinlega. Sumar stelpurnar hafa haldið úti rás í nokkur ár, og auðvitað hafa þær elst og þroskast í gegnum tíðina, og virðast sumar rásirnar hafa þróast útí einskonar para-rásir, kærastinn er kynntur til sögunnar á rásinni þeirra, í sumum tilfellum er farið í gegnum allt ferlið við að plana brúðkaupið þeirra og fer svo útí einskonar newly weds sjónvarpsþátt, þar sem pörin taka uppá símann sinn hluti sem það gerir í einn dag/eða á nokkurra daga tímabili - klippir svo þátt saman og skellir inná rásina.
Ég er officially hooked og orðinn fíkill.

Stoltur skó-hauler af youtube.


Mæli með því að þið sláið inn eftirfarandi orð inná Youtube og tékkið á þessu;

- Haul
- Room tour
- Unboxing
- May favorites (getið líka sett annan mánuð heldur en maí)

Ætla ekki að eyðileggja fyrir ykkur upplifunina af fyrstu myndböndunum ykkar, því þau sem ég sá fyrst voru sum hver óborganleg, deili þeim með ykkur við tækifæri. Þið getið svo bætt við nafninu á uppáhaldsbúðinni ykkar og hvað haulerarnir hafa verið að versla þar uppá síðkastið.
Ég velti svo fyrir mér af hverju ég er orðin svona sjúk í þessi myndbönd, ætli það hjálpi mér í fatainnkaupa-banninu að horfa aðra á Youtube versla? Mér blöskrar nú eiginlega þessi menning, fékk samt sjálf nostalgíukast þegar ég heyrði skrjáfið í poka sem einn "haularinn" var að sýna á rásinni sinni, og mundi allt í einu hvað það er gaman að koma heim eftir vel heppnaða verslunarferð og taka varninginn úr pokanum í fyrsta skipti.

En það er spurning hvort að ég fari að hætta að skrifa inn blog-færslur og vari að video-blogga?

Luv,

E

Ps. endilega póstið í kommentum ef þið finnið eitthvað sniðugt haul eða eitthvað annað myndband sem þið mynduð vilja deila með mér ;)

þriðjudagur, 8. maí 2012

Wardrobe staples

Mér datt í hug að gera smá samantekt af því sem ætti vað vera til í fataskápum allra kvenna..  Hver og ein ætti svo að taka inní myndina hvers konar flíkur henta hennar vexti og auðvitað sínum fatastíl. 
En hérna kemur hinn ótæmandi listi;

Veski:
Hver kona ætti að minnsta kosti að eiga 4 veski, eitt stórt hversdagsveski, minna hversdagsveski, lítið kokteilveski og eitt sumarveski (ljóst eða í hressandi lit eins og er svo mikið inn núna). Annað hversdagsveskið ætti að vera vandað og klassískt, þú ert jú með það við allar flíkurnar þínar og notar það nánast á hverjum degi.

Kokteil-veski frá Alexander McQueen - sá svona á netinu DIY um daginn, svo um að gera hugsa út fyrir boxið



Yfirhafnir;
Eina þykka sparikápu, einn leðurjakka, dúnúlpu fyrir veturinn, sumarjakka fyrir sumarið, einn sparilegan blazer jakka og eina þunna kápu (ef til vill trench coat).

Trench coat, mynd fengin að láni héðan


Skór;
Jey, uppáhalds viðfangsefnið mitt ;) Stígvél, allar konur ættu að eiga að minnsta kosti tvenn stígvél, ein með háum hæl og ein með lágum (eða nánast engum hæl). Svartir klassískir hælaskór eru líka möst, eitt par af hælaskóm með lágum hæl gæti líka verið praktískt. Eitt par af hælaskóm í ljósum lit og svo eitt par af hælaskóm í áberandi lit, sem getur poppað upp hvaða svarta kjól sem er. Svo er möst að eiga eitt par af góðum götuskóm/strigaskóm - mig er farið að dreyma um smart götuskó með engum hæl, sem eru ekki strigaskór. En ég er ennþá soldið föst í strigaskónum.

Svartir klassískir skór frá Marta Jonsson


Buxur;
Mitt uppáhald eru gallabuxur, þarf að minnsta kosti að eiga þrjár svoleiðis, mín ultimate samsetning væri; eitt stk. bláar boot cut buxur, eitt stk. bláar niðurþröngar buxur og eitt stk. svartar niðurþröngar sem er hægt að dressa upp og niður (eftir því hvort þú ferð í götuskó við þær, stígvél eða poppuðu hælaskóna í áberandi litnum)
Svo held ég að maður komist upp með að eiga svo bara eitt stk. svartar sparibuxur (eða í öðrum lit í stíl við blazer jakkann).

Svartar niðurþröngar gallabuxur dressaðar upp og niður, mynd héðan


Pils;
Ég er ekki mikil pilsa manneskja, og lifi því í þeirri trú að maður komist vel af með því að eiga tvö pils, eitt hversdags og annað spari (í mínu tilfelli myndi ég velja mér svokallað pencil pils sem spari).

Hérna er skvísa í svona pencil skirt, mynd fengin héðan


Kjólar;
The little black dress, litli svarti kjóllinn er sá kjóll sem mér kemur fyrst í hug... ekki spurning það verða allir að eiga einn svoleiðis. Hann veðrur helst að vera mjög plein og klassískur, svo hægt er að pússla honum saman við mismunandi skó, skartgripi, og ólíkar yfirhafnir. Ég velti því svo fyrir mér hvort það sé virkilega hægt að komast af með aðeins einn kjól í fataskápnum? Jafnvel bara, en myndi mæla með að eiga einn annan svartan, einn í fallegum lit sem klæðir þig vel (hvort sem það er ljós eða dökkur litur) og svo einn sumarkjól.

Mynd fengin að láni héðan


Bolir/toppar/peysur;
Hvít skyrta er algjör skyldu eign, nokkrir casual stuttermabolir í mismunandi litum (því minni merkingar og mynstur því klassískara), 2-3 mismunandi blússur sem henta þínum líkamsvexti (alls ekki allar svartar).  Tvær til þrjár peysur, eina þykka kaðla-peysu, þær detta aldrei úr tísku og eina með v-hálsmáli sem þú getur notað yfir skyrtu. 

Mynd af Söru Vichers í peysu og skyrtu - mynd fengin að láni héðan


Aukahlutir og skart;
Allar konur ættu að eiga ágæta blöndu af fínlegum og grófum skartgripum, en allt vandlega valið út frá því hvað passar hverri og einni. Persónulega vil ég frekar gæði umfram magn, og vill því frekar eiga færri skartgripi (en á móti dýrari) úr silfri og vandaða hönnun frekar en ódýrt trend sem er í tísku akkúrat í dag. Það er þó auðvelt að gera feil hérna og kaupa sér dýran hlut sem er samt bara í tísku í eitt season - úff.. það er algjört turnoff. Sömuleiðis fer það rosalega í taugarnar á mér þegar önnur hver manneskja er með eins skart og ég á. Það er heldur ekki skemmtilegt. Einnig er ég soldill succker fyrir úrum - myndi segja að 2 væru nóg?


Hérna er svo rúmlega 1 mínútu langt myndband um stílíseringu skartgripa


Og þar með er það upptalið... ætla ekki að fara að tíunda upp hvaða náttföt þú þarft að eiga eða líkamsræktarfatnað... því eins og allir jú vita er best að sofa nakinn og stunda sjósund! 

Luv,
E

Ps. ég á alltof mikið af fötum

mánudagur, 7. maí 2012

Goodies in the closet

Nú kom sér aldeilis vel að vera búin að safna dóti í skápinn! Það er nánast undantekningarlaust þannig þegar ég kem frá útlöndum, og þá sérstaklega frá Ameríku; að ég missi mig örlítið í búðunum og kaupi hluti eða vörur sem mig vantar ekki beinlínis, en gæti farið að vanta bráðlega, eða ég veit að mig mun vanta á komandi tveimur árum eða svo. Þetta getur verið allskonar varningur, sérstaklega á ég til að yfirbyrgja mig af stuttermabolum, gallabuxum og snyrtivörum. Þetta hefur svona líka komið í ágætis þarfir síðustu vikuna, þegar það helltist yfir mig óstjórnanleg löngun til að fara til útlanda.. Þegar það reyndist svo ekki mögulegt, þá teygði ég mig bara inní fataskáp, náði í svo til ónotaðar gallabuxur (já ég er sek - ég gleymdi þeim), ónotað belti og opnaði ilmvatnsglas úr seinustu ferð. Þetta allt saman hafði þessu líka fínu hressingar-áhrif og mér leið eins og nýslegnum túskildi í nýjum fötum og með nýjan ilm, tilbúin til að grípa þennan líka fína vordag sem var þann daginn! 
Í gærdag blasti svo við annars konar uppákoma, makeup-hyljarirnn minn kláraðist! Klix, klix og svo var ekkert hægt að kreista úr honum meira! Systa hafði einmitt varað mig við þessu með pennann (það sést jú ekki hversu mikið/lítið er eftir í honum), hún á venjulega tvo, einn í notkun og annan á kantinum til vara ef hinn skyldi klárast.  Ég fór því að ráðum hennar fyrir rúmu ári á tilboðsdögum í Debenhams og keypti vara-penna.. hehe nánst eins og að eiga varadekk í skottinu... svo ég þurfti bara að gramsa smávegis á lagernum og voila, komin með nýjan penna og ég þurfti ekki að mæta með bauga í vinnuna!
Ég held ég noti undragripinn samt ekki jafn mikið og systa, en gæti þurft að fjárfsesta í nýjum penna kannski 2014/2015 og henda í "vöru-lagerinn" og eiga til góða :)

Undrapenninn góði frá Sensai/Kanebo


Ég held að ég eigi þó ekki eftir að verða uppiskroppa með gallabuxur eða t-shirts á næstunni :)

Luv,
E

föstudagur, 4. maí 2012

Meðmæli mánaðarins; Maí

Meðmæli mánaðarins falla klárlega í skaut Handverks og hönnunarsýningarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur 2012. Hérna má finna allt um sýninguna og opnunartíma, en hún er opin fram á mánudag 7. maí.

Ég skellti mér þangað kl. 10 í dag sá tvo glæsilega hringa sem ég gæti hugsað mér að eiga;

Fjórir staflanlegir hringir frá Fjólu og kostar 26.800 ISK

Þessi er frá gling glo og fæst líka gullhúðaður - 18.500 ISK



Njótið góða veðursins í Reykjavík,

Luv,
E

fimmtudagur, 3. maí 2012

Pulling a Victoria

Jæja þá er komið að því, mitt spin á Victoriu Beckham looks:
Fyrirmyndin VB;
Victoria í gulum kjól 2010, mynd fengin að láni héðan

Ég var hins vegar komin í mjög svipaðan kjól 2009;

Ég í samskonar kjól úr Primark, veski frá Jasper Conran og skór frá Billi Bi.

Þeim sem langar svo í kjól í svipuðum dúr og þessa tvo rakst ég á þessa frá Karen Millen:

Þessi seinni fæst í Karen Millen Kringlunni á tæp 40.000 ISK - sá fyrri fæst allavega online

Luv,
E