1. Farðu í gegnum fataskápinn þinn og skrifaðu niður hvað þig vantar. Að útbúa fatainnkaupalista og kaupa útfrá honum heldur þér einbeittri og getur komið í veg fyrir að þú kaupir hluti sem þú ætlaðir alls ekki að kaupa.
2. Keyptu bestu gæði sem þú hefur efni á. Fötin munu endast lengur og eru yfirleitt betri í sniðinu.
3. Keyptu föt í klassískum stíl. Klassískur stíll stenst tímans tönn og fer aldrei úr tísku.
4. Blandaðu og raðaðu fötunum þínum saman. Ef þú velur fötin skynsamlega, kemstu langt með lítið magn. Fimm vel valdar skyrtur sem þú getur klæðst saman avið tvennar mismunandi buxur, það gefur þér 10 "sett" í allt. Tvær skyrur og tvennar buxur munu gefa þér tvö sett til að klæðast í.
5. Keyptu föt í þremur til fimm litum sem að þér finnst klæða þig best og sem passa vel saman. :etta mun ekki aðeins gera þeir kleift að blanda fötunum saman, það mun einnig minnka þörfina fyrir að kaupa fylgihluti, svo sem skartgripi og slæður sem að passa við fötin þín.
6. Keytpu þér frekar föt í einum lit, en föt með munstri. Einföld og einlit föt eru miklu klassískari en föt með munstri og eru ekki eins áberandi. Þú getur þar af leiðandi klæðst einlitum fötum lengur en þeim munstruðu (fólk heldur þá að þú eigir fleiri föt en þú átt í raun og veru).
7. Keyptu föt á útsölu þegar þú getur. Þú getur keypt þér dýru merkjavörurnar á útsölu á góðu verði. Mundu bara að kaupa klassísk föt sem þú getur notað lengi.
Það að klæða sig fallega, þarf ekki að kosta hvítununa úr augunum. ef að þú tekur þér smá tíma til að skipuleggja hvað þig vantar í fataskápinn og ef að þú lítur á fötin þín eins og fjárfestinu, þú vilta að lítið verði meira. Þú getur líka látið líta út fyrir að þú eyðir miklu í föt, með því að æfa þig í að setja saman fötin sem þú átt í fataskápnum í mismunandi samsetningar.
Mynd fengin að láni héðan
Hérna koma svo mínar fataskápsreglur - pínu inspereraðar af þeim hérna fyrir ofan; (held að ég hafi póstað einhverju svipuðu áður):
1. Farðu í gegnum fataskápinn þinn. Henntu því sem þú passar ekki lengur í og er orðið sjúskað og ljótt. Búðu svo til lista yfir hvað þig raunverulega vantar (hér má styðjast við Wardrobe Staples færsluna mína frá 8.5.2012).
2. Skipulagðu fataskápinn þinn, litaraðaðu, flokkaðu, raðaðu. Auðveldur aðgangur að flíkum auðveldar notkunina á þeim.
3. Keyptu vandaðar og dýrari flíkur í einlitum og klassískum stíl, sem munu þar af leiðandi endast lengi.
4. Eyddu litlum pening í tískubólur hverrar árstíðar, og ekki kaupa fleiri en 2 flíkur (líka möst að þær séu ódýrar) sem þú veist að verður dottin úr tísku eftir 3 mánuði.
5. Gerðu góð kaup á útsölum, á klassískum flíkum - reyndu að forðast að kaupa tískubólu-fötin um leið og þau eru að detta úr tísku.
Mundu að minna er meira ;)
Luv,
E