Sælir kæru lesendur,
það sem tröllríður facebook-síðum vina minna þessa dagana er reiknivél velferðarráðuneytisins sem má finna
hér. Þessi reiknivél reiknar í rauninni út frá neysluviðmiðum hvað maður eyðir mikið af fjármunum á mánuði. Samkvæmt þessari reiknivél (valmöguleiki; dæmigert) kostar 223.031 kr að reka eina manneskju í heimili á mánuði, og það fyrir utan húsaleigukostnað. Það á s.s. við um mig, að sjálfsögðu fór ég strax í dálkinn sem heitir; ,,Föt og skór" þar stendur svart á hvítu að meðalmanneskja eyði 13.929 kr á mánuði í föt og skó! Svo ég er nú ekkert svo mikill spender, miðað við að ég eyddi 21.000 í föt, skó og skartgripi á mánuði árið 2011- en þegar ég skoðaði hvað tveir í heimili eyða í föt og skó á mánuði, þá kemur 20.000 kr upp :s Svo ég er í raun að eyða á við tvo í föt og skó... úff.. harður raunveruleiki. Samt fyndið að hugsa til þess að einhleypir eyði meira í fatnað og skó en þeir sem búa með öðrum, hehe hver sagði svo að að kaupa hluti gæti ekki veitt manni hamingju?
Svo ef ég vel valmöguleikann; grunnviðmið (sem er þá væntanlega algjört eyðslu-lágmark) þá eyðir ein manneskja 8.802 kr á mánuði í föt og skó! 8.802 kr!! Hvað er hægt að fá fyrir 8.802 kr spyr ég nú bara? Eitthvað á útsölu jú, eða hálfar gallabuxur á fullu verði..
Hvað sem hverju líður þá er gaman að skoða þetta, og bera saman við sína eigin neyslu.. ég skal svo gera samanburð á raunverulegri mánaðar neyslu og neysluviðmiðunum..
Gæti þurft að fara í makeup-rehab á næsta ári, ætli allur sparnaður í fata-aðhaldi hafi ekki núllast út í makeup splurge? Verst að sá kostnaður er ekki sundurliðaður í neysluviðmiðunum, svo ég geti gert samanburð í þeirri deild. Annars er ég viss um að konur eru dýrari í rekstri heldur en karlmenn, svo þetta þyrfti að vera kynjaskipt, og svo fáum við konur venjulega lægra kaup - það er eitthvað rangt við þetta!
Annars er ég viss um að ég gæti verið góð í að hjálpa fólki útúr vítahringjum neyslumenningar.. þið hafið séð þessa sjónvarpsþætti þar sem það er farið yfir fjármagnsstöðu fólks og borin saman innkoma og eyðsla á mánaðarlegum grundvelli. Fólki er svo hjálpað og bent á lausnir, hvernig best ég að leysa málin! Get alveg séð mig fyrir mér þar..
Luv,
E