miðvikudagur, 31. ágúst 2016

Hjólandi meistari

Byrjaði dag 4 á því að hjóla í skólann, en jesús hvað það var ekkert sexy við það - var rennblaut af svita! Ef ég hefði verið með meik hefði það verið búið að leka niður í peysuna mína. Það tók mig um 40 mínútur að hjóla heiman frá mér á Amager og í skólann, fór í rétta byggingu og sat þar á plaststól, hlustaði á fyrirlestur um tölvur, tækni og bókakost skólans, og hélt áfram að svitna - stóllinn var rassblautur eftir mig, borderline neyðarlegt.
Þar á eftir var göngutúr um skólasvæðið, okkur framhaldsnemunum var skipt uppí 3 hópa, og byrjaði okkar hópur að fara inní bygginguna sem við vorum að koma útúr. Þar næst var stefnan tekin á aðalbygginguna, og stakk ég hreinlega af eftir að hafa spurt nemana sem voru að lóðsa okkur um svæðið hvort að við kæmum til með að labba í tvær ákveðnar bygginar. Og er þau svöruðu því neitandi var ég ekki lengi að láta mig hverfa og byrjaði á því að heimsækja Georg Jensen outlet, sem er hreinlega við hliðina á einni byggingunni í skólanum.
Leiðin heim var töluvert ánægjulegri, þá var komin sól og ég var bara á bolnum að hjóla og lullaði þetta bara í rólegheitunum, stoppaði í hjóla-búðum að skoða lása og lét svo hækka hnakkinn minn og blés smá lofti í framdekkið. 

þriðjudagur, 30. ágúst 2016

Not in love

Ég byrjaði dag nr. 3 á því að fara á fyrirlestur í skólanum um próftöku, gat samt ómögulega vaknað nógu snemma til að hjóla - haha það yrði svo mikið irony of fate ef að ég myndi svo bara enda á því að hjóla ekkert hérna í Köben og nota bara alltaf metro!! Og ég komin með helvítis hjól og alles... hahaa.. væri svo týpískt ég!
Allavega vorum boðuð á klukkutíma fyrirlestur kl. 10 í nýrri byggingu í skólanum, sem betur fer sýndi ég þá fádæma fyrirhyggju í gær að fá kort af skólasvæðinu og labba aðeins um svæðið í gærdag - því guided tour er ekki á dagskránni fyrr en á morgun. Svo ég gat komist fyrirhafnarlaust í rétta byggingu í morgun, nema hvað fyrirlesturinn varði einungis í um 30 mínútur og var aðeins stiklað á stóru um próftöku - get ekki sagt að ég hafi fengið mikið útúr þessum fundi, enda voru strákar sem sátu í kringum mig að muldra eitthvað eftir fyrirlesturinn af hverju þeir höfðu verið dregnir þangað drullu-þunnir til að fá ekki einu sinni sýnikennslu á hvernig ætti að gera það sem fyrirlesarinn var að tala um. En býst við því að þeir hafi verið á social week prógramminu kvöldið áður. Eftir fyrirlesturinn var buddyinn minn búinn að mæla sér mót við mig og Mariam, annan skiptinema sem hann er tengiliður fyrir, hann gekk svo með okkur um skólasvæðið og kíktum við inní flestar byggingarnar, skoðuðum lesstofur og bókasöfnin, svo það var ágætt. Ég fékk loksins welcome pakkann minn, og þar á meðal er sim-kort sem ég á eftir að tækla, og kort af Köben og skólasvæðinu - haha sem ég stóð í röð í gær til að fá. Eftir að hafa labbað um skólasvæðið, kíkti ég á alþjóðaskrifstofuna til að fá ákveðnar upplýsingar, sem hún gat ekki gefið mér - og var svarað á þá leið að það hefði verið sendur e-mail um þetta - ertu að FOKKING grínast í mér? Ég er búin að fá 5 tölvupósta á viku frá þessu skiptinema dæmi - hvernig á ég að komast yfir þetta allt saman, og helmingurinn á ekki einu sinni við um mig. Hún sýndi mér svo hvernig á að gera þetta - svo ég þarf að leggjast í rannsóknarvinnu í kvöld - en kúrsarnir mínir skarast á, þarf að sjá til hvort ég skipti um kúrsa eða ekki.
Á leðinni heim ákvað ég að hoppa úr metróinu á Kongens Nytorv, og endurnýjaði kynni mín við Big Mac og sá svona líka huggulega portúgalska navy menn þann inni - svo það er hægt að vera mjór og borða á McDonalds einstöku sinnum. Labbaði svo niður Strikið, enda er maður nú varla kominn til Köben nema maður tékki á því, Illum og Magasin. Kíkti líka í Abercrombie, sem er í hliðargötu við Strikið, en lætur rosalega lítið yfir sér, gekk framhjá henni fyrst án þess að taka eftir henni - enda er nafnið bara í glugganum, en ekki yfir búðinni. En jeremías - gallabuxur í Abercrombie kosta næstum því jafn mikið og hjólið mitt. Sá svo rosa sætt par af skóm í Aldo, sem ég keypti ekki (í bili) - hundleiðinlegt að labba niður Strikið og kaupa ekkert :/ Mátaði samt nokkra hluti og kíkti inní nokkrar búðir - er ennþá að venjast gjaldmiðlinum og genginu - ekki alveg búin að átta mig á hvað er dýrt og hvað ekki.
Fékk bara ágætis veður í þessari gönguferð minni, glampandi sólskin, en súrnaði nú heldur betur gamanið er ég kom að ráðhústorginu, þar eru framkvæmdir, svo hálft torgið er lokað og búið að eyðileggja einn uppáhaldsstaðinn minn í Köben, en er maður kemur upp Srikið þá var bygging beint á móti (hægra megin við Tivoli) sem var einskonar mini moll, og hægt að labba langan gang með litlar verzlanir á báða bóga - it´s GONE - og bara verslanir úti á götu í dag. Fór meira að segja inní tourist-info að spyrjast fyrir um það - var að vonast til að mig misminnti hreinlega hvar það er/var staðsett - nei því miður :( Af er sem áður var - ég sakna minnar Köben, en það sem mætti mér í dag var ekki mín Köben I tell you!

Það var á hægra horninu á þessu glerhýsi sem verzlunarsvæðið
 með ganginum var á - svo var líka bíó þar

Labbaði svo bara heim á Amager frá ráðhústorginu, er ennþá að reyna að átta mig á hvaða leið er best að hjóla í skólann - kannski ég nenni að vakna nógu snemma á morgun til að taka test run.


Einhverra hluta vegna er Köben ekki búin að ná mér, er ekki að heilla mig, og hvað þá uppúr skónum - er búin að vera með mikil heilabrot yfir þessu síðustu daga og er búin að komast að því hvað það er! Það er enginn wow-faktor við það að vera í námi í Köben, það er svo mainstream að vera í námi í Danmörku og Köben, hérna eru einfaldlega of margir íslendingar. Það er ekkert spes að vera íslendingur í Köben, eða íslendingur sem hefur verið í námi í Köben. Það er of venjulegt fyrir mig og mér líður ekki eins og ég sé einstök - sem er skrýtin tilfinning.

kveðjur frá Köben,
Elín

mánudagur, 29. ágúst 2016

Shop til you drop

Ég afrekaði það í dag að kaupa hjól, fékk notað hjól á 800 danskar krónur, og það á netinu! Sendi skilaboð á auglýsanda sem auglýsti hjólið á Secondhandbikes.dk og fékk. Skrifaði að ég væri á Amager - sá hinn sami hringdi 10 mínútum seinna og spurði hvort ég vildi það, ég gæti komið og skoðað það strax, og hann var staðsettur rétt hjá mér - ég var svo forbavset eða hissa enda átti alls ekki von á því að neinn myndi hafa samband við mig, ekki frekar heldur auglýsendur allra hinna auglýsinganna sem ég var búin að senda skilaboð á. 
Hjólið er algjörlega tilbúið á götuna, með körfu og ljósum að framan og aftan - sem er eitthvað sem lög kveða á um hér í Danaveldi. Eins gott að hafa insiders info hérna! Hjólið kom hins vegar án lás, svo ég hjólaði beinustu leið í hjólabúð að kaupa lás. Keypti lás á 79 danskar, neitaði að borga 278 krónur fyrir áfastan lás sem minnir á kló. Sá svo massífan lás í Fötex á 59 dkr seinna um daginn, og hefði ég klárlega keypt þannig ef hann hefði verið til í hjólabúðinni á þessu verði! 

Hjólið

Massífi lásinn í Fötex á 59 dkr

Annað sem ég er búin að taka út í dag og í gær eru matarbúðir - það er slatti af matarbúðum í hverfinu þar sem herbergið mitt er staðsett, og er ég búin að fara inní þær ófáar, Fötex er so far í uppáhaldi - en elska ég sérstaklega hvað það er hægt að kaupa Greek style, og Turkish style jógúrt hérna, lactosa frítt skyr - og þar með eru Danir komnir framúr okkur Íslendingum!
Fór svo á kynningarfund í skólanum í dag og komst að þvi að mig vantar einhvern welcome package, bíð spennt að sjá hvað er í honum! CBS buddyinn minn átti víst að láta mig fá hann, það gerist vonandi á morgun. Kynningarfundurinn var samt hálfgerður brandari þar sem stjórnandinn lét fólk standa upp út frá aldri, kyni og heimsálfu (var ekkert smá fegin að það voru bara 3 aldurshópar, yngri en 20 ára, 20-24 ára og 25 ára og eldri). Áberandi margir skiptinemanna voru frá Asíu og Evrópu, slatti frá USA og aðeins einn frá Afríku. Restin af fundinum fór í að markaðssetja einhvern social kvöld pakka, þar sem skipulagðir events verða á kvöldin út þessa viku sem enda í welcome dinner á laugardeginum. Needless to say þá keypti ég EKKI þann pakka, aðeins of amerískt og hallærislegt fyrir svona anti-social manneskju eins og mig. En þeir sem keyptu hann fengu armbönd til að komast inná viðburðina sem eru skipulagðir fyrir hópinn. 
Næst besta surprise dagsins (á eftir að landa hjólinu), var mollið í Fredriksberg, það er mega nice, og VIÐ HLIÐINA Á SKÓLANUM! 

sunnudagur, 28. ágúst 2016

Vaknað í Köben

Góðan daginn Kaupmannahöfn,

flaug inn í gær, svo í dag er tæknilega dagur 1 eða er það dagur 2? Það er sunnudagur, og ákvað að byrja daginn á því að leita að hjóli á netinu þar sem hjólabúðirnar eru lokaðar í dag og ég þarf að fara að komast á milli staða af einhverju ráði á morgun. Að sjálfsögðu ætla ég að kaupa notað hjól og selja það áður en ég fer heim, ég sé mig ekki fyrir mér hjóla mikið heima, og býst þar að auki við því að auknar líkur séu á því að hjólinu þínu sé stolið ef það er skínandi fínt og fallegt! 
Það eru nokkrar síður sem hægt er að leita að hjólum, nokkrar á facebook, og svo einskonar smáauglýsingar á netinu. Sá eitt hjól á einni síðunni á facebook sem tikkaði í öll boxin sem ég er að leita að, dömuhjól sem hentar minni hæð, er með ljósum, lás og körfu að framan.Vandamálið er bara að það eru alltaf 10-15 manns að spyrjast fyrir um eitt hjól. Í þessu tilfelli var svo tiltölulega stutt síðan auglýsingunni var póstað inn, eða um 30 mínútur, svo ég sendi skilaboð á seljandann hvort hjólið væri ennþá til, seljanndinn svaraði með caps lock: ARE YOU INTERESTED? Því næst spurði ég hvar hún væri staðsett (því það kom eins og hún hefði póstað færslunni úr Hilleröd - sem er soldið langt frá Köben), svarið lét ekki á sér standa; FUCK OFF BITCH

Hjólamarkaðurinn er greinilega jafn fierce og fasteignamarkaðurinn hér í borg - held að ég fari bara í hjólaverslun á morgun.

Hjartanlega velkomin til Köben - dettur bara textinn við lagið "Put your hands up for Detroit" - nánar tiltekið "I love this city"