laugardagur, 6. september 2014

Rusl

Tyrkir hljóta að hafa mikla andstyggð á ruslatunnum, því hér í landi eru þær langt frá því að vera auðfundnar! Þar af leiðandi er mjög erfitt að losa sig við rusl á fjölförnum stöðum - eins og í miðbæ Istanbul eða á rútustöðvum. Var ég ekki örugglega búin að segja ykkur hvað kollegi minn sá á hverjum degi þegar hún fór útá flugvöll?
Almenninginr er svona líka duglegur að henda rusli útum gluggana á bílunum sínum að það hálfa væri nóg - en ég er þó búin að komast að þeirri niðurstöðu að þetta gera landsmenn í atvinnu-skapandi tilgangi. Það eru jú menn í fullri vinnu við það að tína upp rusl hér í landi - bæði í borgum sem og á vegum úti. Þeir myndu klárlega missa vinnuna sína ef allir landsmenn tæku ekki upp hanskann fyrir þá og héldu áfram að henda rusli úti um allt. 
Það er bara spurning hvort ég fari ekki líka að vera atvinnuskapandi?

Það fer svo bara að styttast í heimkomu hjá mér...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli