þriðjudagur, 23. september 2014

Heimilislegt

Núna er komin vika síðan ég kom heim, nema mér líður eins og það séu tvær vikur - tíminn leið eitthvað svo hratt úti, en svo líður hann rosalega hægt hérna heima.... og hugurinn leitar mikið út! Enda vandaði Ísland mér kveðjurnar ekkert alltof vel, var með tæplega 40 stiga hita á sunnudaginn, sem betur fer er hann búinn að lækka í 38 gráður, þessu fylgir svo hor og hósti.

Verð svo að setja inn ferðalýsingar við tækifæri, en síðustu vikuna á Tyrklandi var ég í fríi og keyrði til Cappadocia, stoppaði í Catal Huyuk á leiðinni - sú ferð var algjör snilld, enda sá ég allskonar tegundir af landslagi. Stoppaði svo heima í Alanya í nokkra daga og var svo rokin aftur af stað með Nikulás og Anniku til Kas og þaðan til Kastellorizo - grískrar eyju sem liggur um 2 km úti fyrir strönd Tyrklands - sú ferð var líka algjör snilld, og maturinn sem við fengum á Grikklandi - omg bestu ólífur sem ég hef á ævinni smakkað!!

Já er bara ekki frá því að maður sakni Tyrklands svolítið - það var allt orðið svo heimilsislegt þar - maður var farinn að þekkja starfsfólkið á hótelunum og gat spottað það úti á götu - tala nú ekki um ef kokkarnir voru í uniforminu gangandi úti á götu... ekkert smá fyndið að geta vitað hvar fólk er að vinna því maður þekkir uniformið á hótelinu sem það er að vinna!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli