föstudagur, 8. ágúst 2014

Og bærðist ekki hár á höfði hans

Tyrkir nota svo mikið af hárgeli að hárið á karlpeningi landsins lítur út eins og á Ken dúkku - úr plasti það er að segja!
Sá til dæmis tvo stráka á skellinöðru í dag, í hvítum skyrtum og svörtum buxum - á leiðinni í vinnuna ímynda ég mér, ýmist á hóteli eða veitingastað... báðir með svo mikið gel í hárinu, að það bærðist ekki á höfðinu á þeim á skellinöðrunni - það fannst mér alveg magnað! 

Núna er orðið minna en mánuður þar til síðustu íslendingarnir fara heim - ótrúlegt hvað þetta sumar hefur flogið hratt.. á alveg eftir að sakna Tyrklands þegar ég kem heim, það er ekki spurning!

Svo verður forvitnilegt að koma heim - því þegar ég kom seinast heim eftir svona langa dvöl erlendis fór ég í fyrsta lagi í nokkurra vikna fýlu/þunglyndiskast... og hins vegar hafði ég algjörlega dottið útúr öllu því sem hafði gerst á Íslandi á meðan - og ég held að sá hluti sé jafnvel ýktari núna heldur en síðast...

Þið verðið bara að updeita mig þegar ég kem heim

kv.
Elín

Engin ummæli:

Skrifa ummæli