föstudagur, 22. ágúst 2014

Það sem ég á eftir að sakna..

....er fiskmarkaðurinn hinum megin við götuna... verst að ég fer alltof sjaldan þangað, þar eru fiskisalar að selja bráð dagsins, grænmetis- og ávaxtasalar, kryddverslun og litlar búðir með allskonar nauðsynjavöru eins og matarolíu, egg og jógúrt (og fullt fleira). Svo eru líka veitingastaðir á markaðnum... fór þangað inn í dag - og er strax farin að sakna þessa staðar, og fer ég nú ekki einu sinni oft þangað!! Verð að borða á einum af stöðunum áður en ég fer heim!
Annars er ég að vona að ég fari ekki heim 3. september.. hef í raun ekkert að gera heim svo snemma, nema standa í einhverju veseni með bílinn og málara...

Á líka eftir að sakna þess að keyra milli Alanya og Incekum og hlusta á Kýpverska útvarpið með grísku lögunum, er nú þegar búin að sanka að mér fullt af lögum - þökk sé Shazam sem getur hlustað á lög án þess að vera nettengdur þá stundina, vistað það og þegar maður er næst á neti leitar það að laginu!! Algjör snilld.

Hlakka samt til að vera með internet í símanum mínum ALLTAF.. hefði getað fengið það hér - en fannst það ekki taka því fyrir 7000 ISK skráningargjalds á síma... get gert ýmislegt annað við þann pening...

Á eftir að sakna veðursins hérna - jafnvel þó það sé alltof heitt þessa stundina! Og þá meina ég ALLTOF heitt..

Á eftir að sakna verðlagsins á Tyrklandi þar sem snickers kostar eina líru, eða um 55 ISK - ágætis máltíð á veitingastað kostar svo um 20-30 lírur eða 1100 - 1650 ISK og gjarnan minna... ef einhver pælir í McDonalds economy þá er Big mac meal á 14 lírur - 770 ISK

Hlakka til að horfa á TV, fara á Riff, fara í bíó..

Veit ekki hvort ég á eftir að vera fegin að vera komin heim og strákar ekki að blikka mann á hverjum degi - eins og tyrkirnir geta stundum verið pirrandi og creepy á stundum, þá er samt á sama tíma gaman að finna fyrir því að maður sé ekki ósýnilegur!!

ok.. I'm getting depressed....
sjáumst kannski heima í haust.. hahaha.... veit ekki hvað mér finnst um þig Ísland.

Gefðu mér ástæðu til að fara heim.. hvað er heima??

Mér er jú sagt að ég sé 80% turkish... og spurð ítrekað hvort móðir mín eða faðir sé tyrki... nei hvorugt

Tyrkinn kveður í bili - trúi ekki að tíminn hafi liðið svona hratt

3 ummæli:

  1. Heyrðu heyrðu, við Sigga erum á Íslandi og hlökkum til að vera ósýnilegar með þér! ;) Ég skil þig samt mjög vel að vilja vera lengur og fá alvöru frítíma þarna í Tyrkjaveldi svo eins mikið og ég hlakka til að fá þig heim þá vona ég að þú getir sníkt út smá frítíma þarna fyrir þig, þig og þig. :) PS: Ég elska Shazam líka.

    SvaraEyða
  2. By the way, hvernig geta svona HI-FI stelpur eins og við verið ósýnilegar?

    SvaraEyða