Stundum er svo erfitt að gera sig skiljanlegan hér á Tyrklandi... fólkið talar ekki nógu góða ensku og skilur á stundum ekkert hvað maður á við, og í ofanálag misskilur það hlutina svo illa að það móðgast og heldur að ég sé dónaleg - hef oft hugsað til myndarinnar lost in translation, sumir hlutir komast hreinlega ekki til skila og maður getur ekki annað en dæst og gengið í burtu.
Fleiri hlutir sem ég kem til með að sakna eru meðal annars vatnsmelónubíllinn sem ég keyri gjarnan framhjá, það er svona lítill sendiferðabíll sem er lagt fyrir utan lítinn súpermarkað, og hann er alltaf fullur af vatnsmelónum á morgnan með verði tússað á brúnt pappaspjald sem liggur ofan á vatnsmelónuhrúgunni í bílnum. Annar ávaxtasali heldur sig niðri á Ataturk street á kvöldin, þar sem hann leggur litla sendiferðabílnum sínum alltaf á sama horninu, ofan á þaki bílsins og húddinu eru svo margir pokar fullir af sítrónum sem eru til sölu handa vegfarendum!!
Það er eitthvað sem er svo æðislegt við þetta - svo heimilslegt en á sama tíma framandi.
Fleiri hlutir sem ég kem til með að sakna eru meðal annars vatnsmelónubíllinn sem ég keyri gjarnan framhjá, það er svona lítill sendiferðabíll sem er lagt fyrir utan lítinn súpermarkað, og hann er alltaf fullur af vatnsmelónum á morgnan með verði tússað á brúnt pappaspjald sem liggur ofan á vatnsmelónuhrúgunni í bílnum. Annar ávaxtasali heldur sig niðri á Ataturk street á kvöldin, þar sem hann leggur litla sendiferðabílnum sínum alltaf á sama horninu, ofan á þaki bílsins og húddinu eru svo margir pokar fullir af sítrónum sem eru til sölu handa vegfarendum!!
Það er eitthvað sem er svo æðislegt við þetta - svo heimilslegt en á sama tíma framandi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli